Mér hefur alltaf liðið best þegar ég er í sambandi, að hafa einhvern til að tala við, taka utan um og allt þess háttar. Málið með þessi þrjú sambönd, þau enduðu öll á hræðilegan hátt og þar af leiðandi er ég mjög lokaður tilfinningalega. Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt rosalega ástfanginn en samt sem áður var ég mjög hrifinn og þegar að við hættum saman á svona slæmum nótum þá leið mér alltaf mjög illa.
Þessi sambönd fjölluðu lítið um traust, ég hef aldrei verið maður sem er öfundsjúkur en málið var það að kærustu mínar reyndu að gera mig það. Að lokum tókst það og ég átti erfitt með traust, ég átti erfitt með að hugsa rökrétt stundum. Kannski var það ástæðan fyrir því að ég gat ekki elskað þær? Ég veit það ekki.
Eftir þessa reynslu er ég rosalega lokaður tilfinningalega og á mjög erfitt með traust. Nema hvað núna er ég á öðru ári í menntaskóla, og var stelpa sem náði auga mínu. Þetta er rosalega góð stelpa og það var ekkert vesen og er ekkert vesen. Við höfum nú ekki verið saman lengi, eða frá 15. september s.l., og ég er mjög hrifinn af henni, alveg rosalega því hún lætur mér líða rosalega vel. Hins vegar þá er ég rosalega paranoid, ég er áhyggjufullur og á erfitt með að stjórna öfundsýkinni, þrátt fyrir að hún er í lágmarki en þetta er rosalega erfitt. Ég vil opnast aftur, ég vil treysta henni líkt og hún treystir mér en ég á svo rosalega erfitt með það frá reynslu minni í samböndum.
Getur einhver bent mér á eitthvað? Eitthvað sem gæti hjálpað mér? Eitthvað sem gæti tekið athygli mína af henni þegar ég er ekki með henni? Ég vil ekki vera að hugsa um hvað hún er að gera og vera þessi uppáþrengjandi kærasti sem spyr spurningar eins og : “Við hvern varstu að tala? Um hvað? Hve lengi?”, ég vil bara fá að vera með henni og njóta þess.
Ef ég hef verið eitthvað óskýr endilega spyrjið þá hvað ég á við með einhverju sem ég hef sagt að ofan. Eins og ég sagði, þá er þessi stelpa rosalega merkileg, hún lætur mér líða rosalega vel og gerir mig hamingjusaman, hún er falleg, gáfuð og hefur upp á margt að bjóða og ég vil ekki missa hana útaf einhverju eins fáránlegu og öfundsýki eða áhyggjusemi.
Með von um góð svör og fyrir fram þakkir.
Kveðja, derin.
Bætt við 8. október 2006 - 21:37
Nokkrar innsláttarvillur ég biðst velvirðingar.
Kveðja, Nolthaz.