Síðan laugardagskvöldið bíð ég eftir að hann hringi en um tíuleytið er ekkert búið að heyrast frá honum. Þá hringi ég en fæ ekkert svar. (Ég hringdi úr heimasímanum þannig að þetta hefur ekki verið eitthvað “æ þetta er hún, ég ætla ekki að svara” dæmi). Hann hringir ekkert til baka og lætur ekkert í sér heyra á sunnudaginn heldur. Þá er ég farin að hafa frekar miklar áhyggjur og skil eiginlega ekki hvað er í gangi.
Talaði við vinkonu mína í gær og hún ráðlagði mér að hringja í hann um kvöldið, ef hann svaraði ekki og væri ekki búinn að hringja til baka um tveimur tímum seinna, ætti ég þá að senda honum sms og biðja hann um að segja mér ef það væri eitthvað í gangi og eitthvað þannig. Jæja ég hringi en fæ ekkert svar. Sendi honum þá sms nokkrum klukkutímum seinna en fæ þá heldur ekkert svar. ???
Ég bara skil þetta ekki! Þetta gekk allt svo vel þó við værum ekki búin að vera að hittast lengi. Hann er vanur að svara mér fljótlega og ég er ekki búin að vera eitthvað ágeng við hann… Og þetta snýst ekki um kynlíf þar sem að hann sagðist sjálfur vilja bíða með það… Loksins hélt ég að ég væri búin að finna gaur sem vildi ekki bara ríða fyrst og kynnast svo… Eða bara ríða. Allavega… hafið þið einhver raunhæf svör við þessu? Því að ég bara botna hvorki upp né niður í honum.
Ég er alltaf að hugsa, bara ef ég hefði vaknað við símann, þá væri kannski allt í góðu hjá okkur ennþá…
Öll ráð þegin en skítköst vinsamlegast afþökkuð.
kveðja
friend
Ég finn til, þess vegna er ég