Ég er í erfiðri stöðu og mig vantar að fá ykkar álit.

Ég er 22 ára gamall og hef verið með stelpu sem er 19 ára gömul í eitt og hálft ár.
Við erum mjög hamingjusöm og höfum hvorug áhuga á að slíta sambandinu.

Kærastan mín hafði ekki verið í neinum samböndum áður en að við byrjuðum saman á meðan ég hef verið með 3 stelpum.

Vandamál mitt er það að kærastan mín er alltaf að hugsa um það að ég hef verið með öðrum stelpum. Henni finnst það vera óréttlátt að ég hef verið í öðrum samböndum en hún ekki. Ég veit ekki hvort hún haldi að hún sé að missa af einhverju eða eitthvað svoleiðis.

Hún er mjög oft að hugsa um þetta og þessar hugsanir draga hana niður.


Er hægt að gera eitthvað í stöðunni?