Sælir kæru hugarar.
Eins og þið hafið sum hver eflaust tekið eftir, þá er mín minna að gæta á þessu áhugamáli vegna hversdagslegra anna. Ég ætla mér hinsvegar að halda áfram að reyna að punga út greinum af og til og var einmitt að spá í því að fara að huga að viðbót í greinasafn mitt.
Ég vill því enn einu sinni leita til ykkar og fræðast um hvað þið vilduð helst sjá mig fjalla um í næstu grein. Allar hugmyndir eru kærkomnar og vona ég eftir að fá sem flest svör svo hugmyndirnar verði sem fjölbreittastar.
Ég mun svo velja umræðuefni bráðlega og leggjast í skriftir. Ég mun taka tillit til „vinsælustu“ hugmyndarinnar, en þó er það ekki alvíst að hún verði fyrir valinu.
Leggið svo hugann í bleyti!
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli