Já…
sko, ég og vinkona mín vorum búin að vera vinir í u.þ.b 2 ár.
Búin að eyða mjög miklum tíma saman, hittumst næstum á hverjum degi og hún var orðinn mesti trúnarðarvinur minn, við töluðum saman um gjörsamlega allt.
Það var allt fullkomið þangað til að ég komst að því að ég var farinn að hugsa um hana
sem meira en vin, ég var orðinn mjög hrifinn af henni. Ég gerði samt ekkert í því fyrr en ég komst að því að hún hugsaði eins um mig
Við byrjuðum á því reyna að vera “kærustupar” en það gekk ekkert og það gerðist aldrei neitt á milli okkar í rauninni því að við vorum bæði
hálf hrædd um að eyðileggja vináttu okkar. Við ákváðum bara að halda sambandi okkar sem vináttu.
Við vorum bæði í rauninni sátt við þetta, þó að þetta hafi verið meira hennar hugmynd en mín.
Svo gerðist í rauninni ekkert í nokkra mánuði, við færðumst í sundur en þó héldum vináttu okkar
þó að við værum ekki eins náin og áður.
Síðan gerist það að hún byrjar með öðrum strák, sem er í rauninni allt í lagi…fínn gaur og allt það en eftir að þau byrjuðu saman hafa þau bæði forðast mig, við tölum lítið sem ekkert saman, og í hvert skipti sem ég reyni að spjalla við þau, bæði hana og strákinn þá líður mér eins og ég þurfi að passa allt sem ég segi. Öll samtöl okkar einkennast af vandræðalegum þögnum og veseni.
Kannski best að taka það fram að ég er allveg kominn yfir þetta “samband” okkar, en ég vill ennþá geta talað við hana og ég vill helst ekki láta forðast mig eins og heitan eldinn…
Gæti verið að ykkur sé allveg sama um þetta, en þar sem ég hef í rauninni engan annan til að tala um þetta við þá ákvað ég að senda þetta hér inn, endilega látið mig vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir um lausn þessa máls…