Einstaklega fallegt og sorglegt íslenskt ástarljóð/lag sem ég fann í minningarorðum um eiginmann samstarfskonu mömmu sem var að falla frá nýlega.
hvíli í friði
Eina nótt
Skip í förum skríður fyrir tanga.
Hvert skal heitið för ég ekki veit.
Án þín lifi ég ein um daga langa
En í hjarta lifir ástin heit.
Þegar dvínar afl og lífsins kraftur
er mitt líf svo dapurlegt og kalt
ef við gætum aðeins elskast aftur,
fyrir eina nótt ég myndi gefa allt.
Eina nótt sem aldrei tæki enda.
Ást sem þíðir hjarta dauft og kalt.
Ef eina nótt ég fengi af himnum senda.
Fyrir eina nótt ég myndi gefa allt.
-Magnús Eiríksson
fannst þetta bara svo ótrúlega fallegt að ég varð að setja það hérna inn á :)
~bollasúpa