
Í fyrra í Janúar kynntist ég stráki sem ég er ennþá ástfangin af. Besti tími okkar var þegar við vorum að byrja saman og fyrstu mánuðurnir, en seinna breyttist það í martröð fyrir mér, ég komst að því að hann væri að nota fíkniefni og reyna að fela það fyrir mér. En þar sem ég bý í svo liltum bæjarfélagi fréttast allt, og auðvitað fékk ég að vita að kærastinn minn væri að nota dóp. Fljótlega eftir þennan yndislega tíma sem leið alltof hratt og plús þessar slæmu stundir sem við eyddum í að rífast um vandamál hans þá hættum við saman. En síðan þá þá höfum við ekki getað látið hvort annað í friði, við erum bæði svo sjúklega ástfangin, mér hefur aldrei liðið svona. Við reyndar gátum haldið okkur fjarri frá hvort öðru í MAX 4 mánuði á þessum næstum 2 árum sem við höfum þekkst, en þá vorum við aftur byrjuð að tala saman. En núna nýlega bara í enda ágúst ákváðum við að byrja alveg upp á nýtt og reyna. Við erum búin að endast hingað til sátt við lífið, en það sem er að naga mig öllum stundum… er hann ennþá að dópa?? Ég fæ stundum ónota tilfiningu um að hann sé að fara á bakvið mig þó hann segist ekki vera að því. Eftir að við byrjuðum saman í þetta skipti er hann einu sinni búinn að viðurkenna fyrir mér í byrjun að hann hefði reykt hass. Og það er það sem hann er aðalega háður af fíkniefnum!! Ég varð auðvitað sár og ótrúlega reið útí hann.
Ég veit við eigum aldrei eftir að geta slitið okkur frá hvort öðru, en getur maður treyst svona fólki? :|