Kærastinn minn ákvað á fyrstu jólunum okkar eftir að við byrjuðum saman að gefa mér armband og hann spurði hvort ég vildi ekki bara gefa honum líka. Hann reyndar vildi hafa þetta leyndó þannig að ég fékk ekki að vita hvað ég gaf honum fyrr en á aðfangadagskvöld:).. Á mínu stóð nafnið mitt ofan á og svona þinn x undir og öfugt hjá honum. Það eru komin 2 og hálft ár síðan þetta var og rúmlega 3 ár síðan við byrjuðum saman og við tökum þau bara af okkur þegar við förum í sturtu, annars er þetta eitthvað sem við erum alltaf með.
Þetta er svona hálfgerð “ trúlofun” eða þið skiljið, við bara vitum það að við viljum vera saman og þetta er svona merki þess. Þurfum ekkert að hafa einhverntíman einhvert sér bónorð þannig lagað þetta er bara draumur að gifta okkur í framtíðinni og þangað til verðum við örugglega bara með þessi armbönd:)