Það er mjög mismunandi milla manneskja og þessvegna ekki hægt að segja þér hvernig þér líður eða hvernig þú veist að þú elskar einhvern.
Þegar ég er ástfanginn tekur það mig oftast frekar langan tíma að átta mig á því, ég verð ástfanginn sjaldan og hef í rauninni bara tvisvar á minni tuttugu ára ævi verið virkilega ástfanginn.
Þegar ég er ástfanginn þá veit ég það af því sú manneskja verður það eina sem skiptir mig máli, það byrjar á því að mér er vel við hana og annt um hana, ég hugsa meira um hvernig henni líður heldur en sjálfum mér og vill frekar gera hluti fyrir hana en sjálfan mig, ég vill sjá hana hamingjusama og gera hluti sem henni finnst skemmtilegir þó svo það sé ekki eithvað sem ég hef sjálfur gaman af en ég geri þá samt einfaldlega af því mér finnst svo gaman að sjá hana brosa.
Svo þegar maður fer að halda að stelpan sé eithvað hrifinn af manni til baka fer hún og hættir að vera eins vingjarnleg við mann, fer að umgangast aðra vini sína frekar en mann og samt hættir maður ekki að vera ástfanginn, hvað gerir maður þá ? :/