Sæll TommiBaun.
Það fer alveg eftir því hvað þið gerið við þessa 4 klst, s.s. hvernig eyðið þið þeim? Fólk getur þurft að lifa við svipað mikið og jafnvel mikið minna, en samt látið sambönd ganga mjög vel. Tökum sem dæmi nemendur í háskóla líkt og mig sjálfan. Ég þarf stundum að læra fram á rauða nótt, það þýðir samt ekki að ég sé tilbúinn að segja upp kærustunni minni.
Ef þú eyðir þeim tíma sem þú hefur aflögu með stúlkunni þinni og virkilega villt það, s.s. hún er þinn besti vinur og þú elskar hana það heitt (sem er nákvæmlega eins og það á að vera; annars skaltu hugsa þig um) þá tel ég að þið ættuð að geta látið samband ykkar blómstra.
Ef þetta er stúlka sem þú ert búin að hugsa þér að vera með það sem eftir er æfinnar, þá geturu séð það að ástandið á náttúrulega ekki eftir að vera svona til lengri tíma litið, er það nokkuð?
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli