FélagsfælniSetti þetta hér svo fólk geti klikkað á, í stað þess að nota c/p.
Einstaklingurinn óttast neikvæða umfjöllun annarra, annaðhvort við bein samskipti eða við framkvæmd athafna fyrir framan aðra. Hann óttast að fá kvíðaeinkenni, sem aðrir muni greina, svo sem roða í andliti, svita eða skjálfta, hugurinn muni frjósa eða honum muni ekkert detta í hug til að segja. Hann er almennt viðkvæmur fyrir áliti annarra, óttast að verða fyrir neikvæðu mati og verða þar með dæmdur kvíðinn, veikgeðja, “heimskur”, “óspennandi”, og verða síðan hafnað.
Skil þetta, þetta er alvarlegt mál, örugglega mjög óþægilegt að vera með þetta, sérstaklega fyrir framan fólk sem maður þekkir ekki og hefður aldrei séð áður.
Hvernig hagar þú þér ef einhver skpyr þig hvað klukkan er? :>
Annars þá veit ég voða lítið hvað ég á að segja, en ég skal reyna að koma með gott svar á þetta.
Afleiðingar félagsfælni geta orðið mjög alvarlegar. Sjúkdómurinn hefur tilhneigingu til að koma fram snemma á ævinni og veldur vangetu til félagslegra samskipta á þeim aldri. Því verða þessir einstaklingar gjarnan fyrir einelti.
Vona að þetta sé ekki félagsfælni á háu stigi, en allaveganna, ég mæli með því að þú reynir að komast yfir msn-ið hennar :)
Ekkert endilega segja henni að þú sért vinur frænda hennar eða eitthvað.
Spjallaðu við hana, láttu hana sjá að þú ert hrifinn af henni, hlítur að geta það maður!
Markmikið af því mun vera símanúmerið hennar, svo að hitta hana.
Til að búa þig undir að hitta hana geturðu reynt að muna eitthvað sniðugt til að tala um ef upp kemur vandræðaleg þögn.
Svosem áhugamálin hennar/þín [þú færð þessar uppl. vonandi í msn-samræðunni]
Og tala um eitthvað sem þið eigið sameiginlegt, tónlist, dýr, fatasmekk, mat.
Allt hægt, talað við hana bara út í eitt :)
Vona að þú getir sagt henni frá þessum einkennum af félagsfælni sem þú ert með, og ég vona að hún skilji það.
Ekki fá hana til að vorkenna þér, það er bara lame, félagi :)
Vertu hress, og jolly gaur við hana. En ekki vera eitthvað hyperblast freak sem er alltaf brosandi og í hláturskasti og kann ekki að vera leiður.
Þá verður brosið að fake-brosi, sem er ekki skemmtilegt.
Annars veit ég ekki hvað ég get leiðbeint þér meira, þar sem ég er eiginlega bara að skrifa þetta uppúr mér.
Eina sem ég get sagt er bara:
Gangi þér vel!
Kveðja OfurKindin.