Takk fyrir rosa góða pælingu. Ég verð bara að viðurkenna að ég hafði ekkert hugsað þetta svona langt (kanski þessvegna sem ég ákvað að skrifa hingað).
í dag (lært af reynslunni) myndi ég aldrei vera í sambandi með stúlku sem ég teldi ekki vera minn framtíðarmaka
Ég er bara svo mikill noob í þessu að ég hef ekki lært þá reynslu :P
EF þig grunar að hún sé að taka undir þetta til þess að þóknast þér (s.s. hún vilji þetta ekki en þorir ekki að segja nei vegna þess að hún haldi að þá segir þú henni upp) skaltu virkilega spá hvort það sé ekki réttara hennar vegna að enda samband þitt með henni svo hún geti leitað sér að maka sem sér samband þeirra á milli sem eitthvað “til framtíðar”.
Reyndar stakk hún upp á því að við hefðum þetta opið og værum ekki að lofa neinu. Hún bætti því reyndar við að hún væri “til í allt” og væri líklegast ekkert að fara að fá sér nýjan á meðan.. Kanski er það bara málið að slíta þessu alveg, einmitt til þess að hún sé ekki að bíða eftir einhverju sem er ekki það sem hún er að vonast eftir?
Ég verð að viðurkenna að mér finnst bara gaman að sofa hjá henni og var ekkert að hugsa þetta lengra en það. Ég var búinn að segja það við hana líka. Kanski þarf ég bara að segja það aðeins betur, ánþess að vera eitthvað leiðinlegur.