Sælir hugarar.

Núna er ég með eina spurningu sem mig langar til þess að leggja fram fyrir ykkur öll sömul.

Eftir að ég fékk „Greinar frá Fróðleiksmola“ hornið mitt þá mun ég leggja meiri áherslu á að skrifa ítarlegar greinar sem veita langtíma „lausnir“ og ráðleggingar fyrir heildina, fremur en að svara hverjum og einum með þeirra persónulega vandamál. Staðreyndin er sú að flest „vandamál“ ykkar hafa svipaðann „grunn“, þannig að ítarleg grein um „þann grunn“ mun gefa djúg svör í langflestum tilfellum við tilteknu vandamáli. Minn tími til skrifta mun eflaust minnka talsvert vegna anna í HA (Háskólanum á Ak.) þannig að ég verð að skipuleggja tíma mínn.

Spurning mín hljómar svo: Hvaða málefni myndu þið helst vilja sjá mig fjalla um? Ég er með eina grein í framkvæmd sem ég mun klára eins fljótt og kostur er, en það sem ég vildi vita er hvað þið vilduð helst fá skrifað um í kjölfar hennar? Hvað er það sem þið hafið mest velt vöngum yfir og mynduð vilja fá svar við?

Endilega hugsið ykkur um og gefið mér góða hugmynd um hvað hugarar vilja öðlast meiri vitneskju um. Ég mun svo taka ákvörðun um hvað ég mun skrifa útfrá því hvað ykkur langar mest og vita og einnig hvar sérþekking mín liggur helst.

Leggið höfuðið í bleyti og látið mig svo vita!

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli

Bætt við 6. september 2006 - 10:35


P.s Ég mun eflaust stunda það að láta ykkur velja næsta umfjöllunarefni.