Allt í lagi…

Þekki þrjár stelpur ágætlega, virðist vilja eitthvað með einhverri af þeim…spurningin…hverri?

Sú fyrsta… okay, hef talað mjög mikið við hana á undratólinu MSN. Hún er orðin með mínum bestu vinum, hún er frábær stúlka. En mig grunar einhvernveginn að hún vilji ekkert..meira þannig séð með mér, ekki það að ég hef aldrei viljað trúa að stelpur vilji eitthvað meira með mér. Semsagt, þori ekki að bjóða henni að hitta mig einan og reyna að gera eitthvað. Við höfum oft hist í hópi, en alltaf er eitthvað pínuawkard þegar við tölum saman þá, en það er miiiinnsta mál að tala hinsvegar á MSN. En ef ég myndi t.d. bjóða henni að gera e-ð yrði það líklega frekar awkard og…tjah…æj ég veit ekki.

Önnur stúlkan…hef BARA talað við hana gegnum MSN. Aldrei hitt hana, en ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við hana og það er eitthvað við hennar persónuleika sem heillar mig. Býr ekki í sama bæ og ég og þessvegna hef ég ekki hitt hana, en langar svosum að kippa því í liðinn og sjá hvort ég myndi vera eitthvað hrifinn þegar ég hitti hana. Svo aftur, spurning hvað henni finnst, stórefa að hún sjái eitthvað við minn persónuleika…

Þriðja stelpan, hitti hana alveg af og til þarsem við erum í sama vinahóp. Tölum alveg og svona, tölum einnig saman á hinu sívinsæla MSN. Hún heillar mig einhvernveginn, en þarsem tveir sameiginlegir vinir okkar hafa verið fremur duglegir að reyna við hana án þess að hún geri eitthvað með þeim efa ég að mér gæti tekist eitthvað betur…


Ég er ekkert feiminn þannig séð, á yfirleitt mjög auðvelt með að spjalla við stelpur og ef það er þögn kem ég alltaf með eitthvað umræðuefni, sama hve kjánalegt það kann að vera. Ég er með pínubumbu en hugsa annars vel um útlitið og er ekkert ljótur, hef ég heyrt. Ég held samt að ég sé meira svona, gaurinn sem er alveg ágætlega útlítandi þó hann sé ekkert framúrskarandi en lendir yfirleitt bara sem vinur stúlkna…

Það er vesen :)

Bara..smáútrás.