Sæl verið þið.
Eins og eflaust margir hafa tekið eftir er ég kominn með mitt eigið svæði hérna á /romantik. Þar ætla ég að gera mitt besta í að skrifa ítarlegar greinar með svona nokkuð reglulegu millibili um það sem ég tel vera algengustu „vandamál“ fólks hérna á /romantik.
Með þessu móti get ég komið upp greinasafni sem stækkar og stækkar og gerir mér einfaldara fyrir að vitna í þegar kemur að hinum ýmsu vandamálum, þar sem þau eru allmörg mjög svipuð (s.s. „vandamálin“).
Einnig gerir mér það kleyft að hafa hin ýmsu svör mun nákvæmnari því það er mér ómögulegt að skrifa doðrant í hvert skipti sem ég svara fólki með svipað „vandamál.“
Eins og stendur er smá vandamál með kubbinn, s.s. HTML kóðinn (Bold, underlined, o.fl) virkar ekki sem skildi en það er allt í vinnslu og lagast eflaust von bráðar.
Ég vona að þetta eigi eftir að vera ykkur bæði til gagns og gamans; þó sérstaklega gagnlegt :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 3. september 2006 - 21:52
Svo virðist vera að HTML kóðinn hafi ekki verið neitt bilaður þannig að allt er í fína lagi með kubbinn. Fínt mál.