Sæl og blessuð, disan2.
Það gleður mig mjög mikið að þú viljir fá svar/ráð frá mér. Ég skal reyna eins og ég get að gefa þér ráðleggingu sem gæti vísað þér inn á rétta braut.
Þú átt sem sagt vin og ert mjög hrifin af honum. Þú ert hrædd um að hann verði hræddur og fari frá þér, þ.e. ef þú hegðar þér öðruvísi en vinurinn sem þú hefur ávallt verið. Þetta er mjög flókið mál og er eiginlega ekki hægt að hjálpa þér öðruvísi en að segja þér hvað þú ættir að gera.
Ef ég væri í þinni stöðu, myndi ég fyrst og fremst tala við vin minn. Spyrja hann hvort að hann beri sömu tilfinningar til þín og þú berð til hans. Ef hann gerir það, getið þið gengið eitthvað lengra og prófað e.t.v. samband. En ef hann segir hins vegar að hann líti á þig einungis sem vinkonu sína, myndi ég bara sleppa þessu. Sönn vinátta er svo miklu meira en eitthvað skot, þó að þetta gæti þróast í stórkostlegt samband þar sem þið eruð bestu vinir. Ég veit náttúrulega ekkert hvort að þetta sé bara eitthvað skot hjá þér, en ég geng út frá því.
Ég hef lent í þessari stöðu. Ég átti mjög góða vinkona, en svo byrjuðu tilfinningarnar að aukast hjá okkur, þannig við ákváðum að ganga lengra og fara í samband. Það gekk nú ekki vel, þar sem það endaði með því að við hættum saman og í leiðinni hættum við að tala saman. Við byrjuðum að forðast hvort annað og gátum ekki verið bæði tvö á sama staðnum. Þetta er sem betur fer búið að lagast svolítið núna, þar sem við erum aftur byrjuð að tala saman. Ég efast hins vegar stórlega um að við eigum nokkurn tíman eftir að byrja saman aftur, þar sem ég vil ekki missa vinkonu mína aftur út af einhverju rugli, sem maður hefði betur getað sleppt.
Mín ráðlegging til þín er sem sagt að tala við vin þinn og athuga hvort hann beri sömu tilfinningar til þín og þú gerir til hans. Það er aldrei að vita nema að hann geri það og þið lifið hamingjusöm saman til æviloka, en mundu bara að fara varlega og ekki lenda í því sama og ég lenti í. Ef þetta gengur ekki hjá ykkur, þá bara að halda áfram að vera vinir. En mundu að það er mjög skrítið/erfitt að umgangast manneskju sem maður var áður fyrr í sambandi með, þ.e.a.s. ef það endaði illa. Það er bæði vandræðalegt og/eða erfitt þegar þið eignist svo aðra maka, þar sem þetta gæti skilið eftir tilfinningar sem erfitt er að fela.
En ég óska þér bara alls hins besta í þessu máli og vona að þetta eigi eftir að ganga upp hjá ykkur, hvort sem þið eigið eftir að byrja saman eða láta vináttuna nægja. Það er samt best þegar maki manns er í leiðinni besti vinur manns. Það er aldrei að vita nema það gæti orðið hjá ykkur. Gangi ykkur vel. :)
Gaui