Ég veit að flestir sem skrifa inn á þennan þráð eru að upplifa það sama þannig að þið ættuð að skilja mig.
En ég hætti með kærastanum mínum fyrir tveimur vikum. Það var allt búið að vera fullkomið en svo kom þetta bara allt í einu. Hann vildi taka pásu og sagðist ekki vera tilbúinn í samband. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Fyrst hélt ég að ég myndi ekki lifa annan dag! Sérstaklega þar sem bestu vinir mínir voru í útlöndum og ég var að fara í aðgerð. Svo jafnaði ég mig fljótt og hætti eins mikið að hugsa um þetta fyrstu vikuna.
Núna er ég fyrst farin að finna fyrir þessum “tómleika” sem allir eru að tala um. Þó að ég eigi fullt af fólki sem þykir vænt um mig og styður mig þá er það bara ekki alveg eins. Áður fannst mér allt í lagi að vera á lausu og gat “leikið” mér meira en núna vil ég ekkert annað en að hafa einhvern til að knúsa mann og kyssa mann í tíma og ótíma.
En eins og segir þá græðir tíminn öll sár en ég hef komist að því að ég gleymi ekki þeim seinasta fyrr en ég byrja að vera með öðrum og fer þá að hugsa um hann í staðinn. Það tekur alltaf sinn tíma hjá mér allaveganna að eyða smsum og þegar mér tekst það loksins… þá er ég komin yfir viðkomandi!
Ef ykkur líður ekki svona nenniði samt ekki að koma með einhver skítköst takk :)