ef hann var búin að plana fyrir að hanga með vinum sínum, þá er það eðlilegt. Því hann verður jú að sinna vinum sínum líka
Ef vinkona þín hefði verið ein heima, og þið væruð búnar að plana kósý stelpu kvöld saman, leigja spólu gista saman og fl. Svo mundi hún bara fyrirvaralaus beila á þér til þess að fá kærastann til sín.. væriru sátt? Allavega ekki ég, þótt hún eigi kærasta & vilji hanga með honum þá má hún ekki taka hann alveg framm yfir þig.
Auðvitað var í lagi að hann var með vinum sínum svona eitt kvöld af og til svo lengi sem hann er ekki alltaf að taka þá fram yfir hana aftur & aftur.. eða það finnst mér allavega :)
Bætt við 27. ágúst 2006 - 15:01
þótt hann eignist kærustu má hann ekki alveg slíta öll tengsl við stráka vini sína.. það er ekki heilbrigt, hvað ef þau hætta saman? hvern hefur hann þá? allavega ekki gömlu vini sína ef hann ættlar alltaf að beila á þeim og slíta sambandið við þá bara til þess að vera með kærustunni, það er gott að eiga kærustu en það þíðir ekki að maður meigi ekki eiga vini, því þeir eru jú nauðsynlegir líka og maður verður eitthvernvegin að reyna að sinna bæði..
Og já, ég áttaði mig ekki á að þú værir strákur þegar ég talaði um stelpu kvöld.. en þú hlýtur samt að skilja meininguna.