Tekið af einkamal.is


Þegar samband endar, eigum við það til að spá í hvar það fór úrskeiðis. Voru einhver viðvörunarmerki sem sýndu að hann væri búinn að missa áhugann?



Átta atriði sem gætu bent til þess að hann ætlaði sér að enda sambandið!
Þegar samband endar, eigum við það til að spá í hvar það fór úrskeiðis. Voru einhver viðvörunarmerki sem sýndu að hann væri búinn að missa áhugann? Já!! En þú varst svo samofin sambandinu eða upptekin af öðrum hlutum að þú áttir alls ekki von á þessu. Hér eru átta atriði sem gætu þýtt að hann sé búinn að missa áhugann… eða kannski hegðar þú þér svona? Hvort sem er, þá er nauðsynlegt að líta gaumgæfilega á sambandið og ákveða hvort þetta er eitthvað sem þú vilt eða ekki?

Atriði nr 1 – Hann hefur ekki hringt í þig í nokkra daga Þetta þarf ekki endilega að þýða að þetta sé búið, ef þú ert vön því að hann hringi reglulega þá er eitthvað að.

Atriði nr 2- Leitar hann eftir rifrildi? Er hann að æsa sig yfir hlutum sem vanalega hafa ekki farið í taugarnar á honum? Rífst hann yfir litlum hlutum sem sem skipta ekki máli? Svona hagar fólk sér oft þegar það hefur ekki lengur áhuga á sambandinu en vill ekki vera sá aðili sem endar það. Vertu ekki að velta þessu fyrir þér, spurðu hann bara beint út hvort hann vilji enda sambandið.

Atriði nr 3 – Hann verður dulur og fjarrænn Hann vill ekki segja þér hvar hann hefur verið eða hver var í símanum. Hann hverfur svo tímunum skiptir án skýringar

Atriði nr 4 – Hann hættir að nota orðið “við” og talar um “sig” Þið voruð vön því að sitja og plana framtíð ykkar saman. “Við ætlum að gera þetta, við ætlum að gera hitt” Nú er það: “Ég ætla að gera þetta”. Þú ert ekki lengur hluti af framtíðarplönum hans.

Atriði nr 5 – Hann er frekar með vinum sínum en þér Þú þarft að berjast við vini hans um athygli. Áður varstu mikilvægasta persónan í lífi hans, nú eru vinir hans mikilvægari en þú.

Atriði nr 6 – Þið talið ekki saman lengur Hér áður sátuð þið saman og töluðuð um allt frá veðrinu til þess hvað er að gerast með ósonlagið

Atriði nr 7 – Vinirnir fara að spyrja hvað sé að Vinirnir koma augu á spennu og fjarlægð milli ykkar. Þeir fara að spyrja hvort allt sé ekki í lagi.

Atriði nr 8 – Hann gagnrýnir þig meira “Þetta er hræðilegt dress” segir hann. Samt sem áður valdi hann það með þér fyrir fáeinum vikum.

Munið að þetta eru einungis viðvörunar merki, í raun gæti sambandið bara við að fara í gegnum erfitt tímabil. Talið saman áður en þið gerið eitthvað sem þið sjáið eftir.