Mjööög góð spurning. Ég reyndar er svoleiðis stelpa sem vill bara langtímasamband og ég er alveg með lappirnar á jörðinni held ég og þakka bara guði fyrir það. Enda búin að vera í föstu sambandi í 3 ár.
Ég held að fólki finnst töff að vera með mörgum strakum, er í tísku held ég.
Og já mörgum finnst held ég langtímasamband gamaldags.
En þetta með að hafa kollinn í lagi og svona, ég held að það fari voðalega mikið eftir uppeldi. Ég til dæmis fékk lala uppeldi, ekkert sérstaklega ástkært en mér var kennst ýmislegt um lífið, fara í bankann, útí búð, elda, taka til ,þvo þvott og taka ábyrgð. Mjög oft er ég farin að taka eftir algjörum gufum úti sem kunna ekki neitt og standa eins og 2 vikna hvorpar úti á götu og vita ekkert í hvaða átt það er að fara.
Sorglegt alveg. En þetta fólk eða stelpur finnast alveg, þessar stelpur eru þær sem halda sig til baka og klæða sig bara í venjuleg föt, láta ekkert mikið á sér bera og eru bara svona inn í hópnum og langar öruggelega mikið að vera með…..held allavega. Þær sem við hinar köllum lúða eru örugglega gáfuðstu og skinsömustu stelpunar sem eru:)