Sæl
Fyrir um það bil 9 mánuðum hefði ég verið fullkomlega sammála þér, og aldrei tekið það í mál að það væri hægt, ef einhver myndi reyna að telja mér trú um það.
En ég trúi því, að ég hafi orðið ástfangin í gegnum netið, án þess að sjá strákinn. Ég er ekki sú týpa sem notar orðið “ástfangin” yfir allt, og er mjög á móti því ef fólk gerir það, því eins og þú sagðir er “ást” mjög sterkt orð. Ég er samt mjög viss á því að ég hafi verið ástfangin af honum. Og aldrei að segja: Það er ekki hægt, maður verður að sjá persónuna“ og svo framvegis. Þetta er svo lítið sem er ekki hægt að fullyrða um. Þetta er eins og gagkynhneigður maður segði: ”Strákar geta ekki verið ástfangnir af öðrum strákum!" Þeir skilja ekki að það sé hægt, en samt segja samkynhneygðir strákar að þeir séu ástfangnir af öðrum strákum.
Ég skil mjög vel að þú haldir að það sé ekki hægt, og getir ekki skilið það. En ég hef lent í því að vera ástfangin í gegnum netið (að því að ég tel) kanski kemst ég seinna að því að ég hafi aldrei verið ástfangin, en ég efast það stórlega.
Í sambandi við þessa könnun, þá finnst mér hún mjög fín og langaði til þess að vita svarið við henni. Ef þú ætlar að gagnrýna hana verður þú að segja hvað sé að, því ég sé ekki neitt að henni.
An eye for an eye makes the whole world blind