Sæl bahh,
Þú
ert að særa hann mun meira með því að halda áfram að hitta hann og gera þér upp áhuga á honum heldur en nokkurntímann að segja honum að þú getir ekki hitt hann oftar.
1. Þú ert að “eyða tíma” bæði hans og þíns með þessu því þú berð engar tilfinningar til hans og þar af leiðandi situr hann fastur með stúlku sem í raun vill ekkert með hann hafa, í stað þess að geta verið þarna úti að leita að stúlku sem virkilega vill hann (sama með þig).
2. Því lengur sem þú heldur áfram að hitta hann, því sterkari verða hans tilfinningar til þín og því erfiðara og sárara verður það bæði fyrir þig og hann að “slíta” þessu.
Nema þú ætlir þér að halda þessu áfram til eylífðarnóns muntu þurfa að særa hann, og þú ert að gera það erfiðara og erfiðara fyrir bæði hann og þig með hverjum deginum sem líður.
Það sem er mest að hrjá þig er í raun ekki hans tilfinningar heldur þínar eigin. Þú ert hrædd við raunina að særa hann og hversu ílla það á eftir að láta þér líða.
En ef þú ætlar þér að gera það sem er rétt í þessu máli og ekki halda áfram að gera þetta erfiðara fyrir ykkur bæði verðuru einfaldlega að byggja upp þor og hugrekki til þess að klára þetta. Ég get sagt þér af persónulegri reynslu að það er mun erfiðara að koma sér til þess að gera þetta heldur en sjálf athöfnin, þótt það sé alltaf sárt að særa annað fólk.
Þú ert einnig að hætta á að skemma hrifninguna sem liggur í loftinu milli þín og hins stráksins sem þú ert í alvörunni hrifin af, þannig að ég ráðlegg að drífa þetta af í snarasta.
Það er ekki til nein auðveld leið útúr þessu, þannig að það eina sem þú getur gert er að að klára dæmið áður en það verður of seint, s.s. ekki seinna en strax (áður en hinn kemst að þessu).
Mundu samt að þú skalt svo viðurkenna þetta fyrir þeim strák er þú ert hrifin af þegar tíminn er réttur. Þú villt ekki byrja samband með einstakling sem þú sérð framtíð fyrir þér með á einhverju slíku líkt þessu (“óhreinni” fortíð, þótt ekki sé um alvarlegt “brot” á samskiptum ykkar að ræða ber samt að nefna það og gera honum ljóst fyrir því þegar þar að kemur. Engar skulu beinagrindur í skápnum vera).
Mitt ráð er einfaldlega: Því fyrr því betra.
Gangi þér og vertu sterk. Þér á eftir að líða mun betur um leið og þú hefur þig í að gera þetta og það verður eins og þungu fargi sé af þér létt.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 22. ágúst 2006 - 20:29 Þótt margt af í því svari sem ég gef þessari ungu stúlku eigi ekki við þig, ráðlegg ég þér samt að lesa það og taka til þín það sem á við þig. Þú veist best hvaða partar það eru.
http://hugi.is/romantik/threads.php?page=view&contentId=3882949S.s., varðandi að geta ekki sagt nei og afleiðingar þess.