Köllum þetta útrás.

Ég er hrifin af gaur, sem ég veit að er hrifin af mér líka.
Þrátt fyrir þetta er ég alltaf að hitta annan gaur og kyssa hann og leiða og þannig dót. (Ekkert kynlíf samt)
Á meðan er ég að deyja úr samviskubiti því ég vil ekki að fyrri gaurin frétti þetta til að særa hann ekki. (skil það nú samt ekki, við erum ekki saman eða neitt)
Og svo fæ ég samviskubit þar sem ég vil ekki að seinni gaurinn verði hrifin af mér þar sem ég er ekki neitt hrifin af honum og gæti vart verið í sambandi með honum.

Reyndar gæti ég vart hugsað mér samband núna, en maður getur ekki alltaf bælt niður þessa “sambandstilfinningu.”

Ég vil ekki vera særð, en ég vil það frekar heldur en að særa.
..,-