Sæl Aerith.
Já, ég sá “hamingju” korkinn frá þér hérna um daginn og taldi mig jafnvel vita að þú þyrftir aðstoð von bráðar því að fimm ár í fjarsambandi er meira en að segja það.
Ég ætla að vitna í örlítið er ég skrifaði til annarrar stúlku ekki fyrir svo löngu:
Ég veit þetta hljómar eflaust ílla, en útfrá minni reynslu tel ég að fólk á milli 15 til 24 ára eigi lendi í á bilinu 4 - 11 “hrifningum” gagnvart hinu kyninu. Ég er heldur ekki að tala um svona: “Hey, þessi er sætur/sæt” heldur “Ég er ástfangin/nn upp fyrir haus!” hrifningum. Auðvitað finnst fólki hver og ein “hrifning” vera einstök, og er jafnvel tilbúið að stimpla þá hrifningu með orðinu “ást” í nærri því hvert skipti, en ef maður er tilbúinn að líta á þetta svona “leiðinlega” og “fræðilega”, þá er slík “ást” mun algengari en fólk vill halda (“ást” er í gæsalöppum því ég er ekki alveg sammála þegar fólk notar orðið “ást” yfir nærri hvað sem er). Með þessu er ég ekki að segja að þú teljir þig ástfangna, heldur að ég vill að þú spáir virkilega í því hvort þessi “hrifning” sé fjarsambands virði, því þannig samband eru mjög oft algjör hryllingur fyrir þá einstaklinga sem við á.
En ég sé núna að þú ert orðin “100% viss” um að þú sért ástfanginn og núna er sorg komin í skrif þín? Hvað er það nákvæmlega sem veldur þessari sorg? Er það að þú getir ekki hitt hann? Er það að hann er svona langt í burtu, eða var það eingöngu að hann
En svona til þess að reyna að sjá hvort ég tekið til það sem gæti verið að hrjá þig, þá skulum við byrja með aldrinum.
Eins og einhver nefndi hér áður: 4 ár eru alls ekki það mikið. Aldur er algjörlega afstæður, því það er persónulegur þroski einstaklings sem segir til um það hvort hann sé hæfur til þess að eiga í sambandi með mun eldri einstakling. Því meiri sem aldursmunurinn er, því meiri líkur eru á að um óhentuga pörun sé að ræða einungis vegna gífurlegs þroskamuns, en ég skal segja þér að eins og gegnur og gerist, þá eru 4 ára harla lítið og ekki eitthvað sem þú þarft að hafa of miklar áhyggjur af ef sannar tilfinningar eru í spilinu ykkar á milli og þeim fylgi einnig ást og virðing.
Varðandi tímann og fjarlægðina get ég einungis vitnað til þess er ég skrifaði hér fyrir ofan. Það er ekkert sjálfgefið að þola 5 ára fjarsamband (þótt þið fáið að hittast eitthvað eftir ár) og á þessum aldri er líklegt að líf þitt verði gífurlega órólegt er kemur að samskiptum kynjanna og sterkum tilfinningum í garð karlmanna og býður upp á milljón breytur er geta “breytt/endað” núverandi aðstæður. En þetta
er möguleiki, því skal ég ekki neita. Hinsvegar að þar sem ég er sálfræðingur að eðlisfari og á til með að líta á “heildina” og “tölfræðilegar líkur” þá verð ég að vara þig við hversu “ólíklegt” er að alvöru fimm ára fjarsamband fyrir stúlku á þínum aldri endist og “lifi af”.
Ég veit að eflaust ekkert af því sem ég er að skrifa hér er eitthvað sem þú villt heyra, en það sem ég geri hér er að reyna að benda fólki á “sannleika” málsins, ekki einungis að hughreysta þá er líður ílla. Enda tel ég að þetta sé eitthvað sem er þörf fyrir þig að heyra áður en þú leggur út í þessa gífurlegu skuldbindingu.
Þú talar um hversu yndisleg orð þú hefur fengið að heyra frá þessum dreng og hversu góður hann hefur verið við þig og frábær. Þetta er allt gott og blessað og þarna virðist sannarlega vera indæll drengur á ferð.
Spáðu samt í einu fyrir mig: Þótt þessi drengur hafi veitt þér huggun, hjálp í gegnum þunglyndi og aðrar raunir og verið yndislegur við þig á alla kanta; gerir það þig ástfanga af honum?
Ást er gífurlega stórt orð sem fólk á til með að nota yfir nánast hvaða hrifningu sem á sér stað. Ég er ekki að segja að þú sé einmitt að því núna en það sem ég vil að þú gerir er að velta því fyrir þér virkilega hvað það er í raun og veru að vera “ástfanginn”. Að mínu mati er ást blanda af ótal þáttum, bæði andlegum og einnig líkamlegum; teluru að þú hafir virkilega fengið að kynnast öllum þeim þáttum er koma nálægt því að orðið “ást” geti myndast og átt rétt á sér útfrá þeim takmörkuðu samskiptum er þú hefur haft möguleika á enn sem komið er með þessum dreng?
Ef þú segir já, á skal ég virða það og dæma ey meir, þar sem ást er skilgreind af hverjum fyrir sig og í raun skal aldrei reynt að njörva niður hvað “ást” er í augum hvers og eins.
Ef þú segir hinsvegar á endanum nei, þá skaltu
virkilega velta því fyrir þér hvort þessi risavaxna skuldbinding sé eitthvað sem þú vilt leggja á sjálfa þig næstu fimm árin.
Ég vona að ég hafi ekki bara þyngt á þér í stað þess að “létta til”, en ég taldi þetta vera eitthvað sem þú hefðir gott af því að heyra til lengri tíma litið þrátt fyrir að þetta hafi ekki endilega verið það sem þú “vildir” heyra :)
Ég óska þér samt góðs gengis stúlka góð og vona að allt fari vel og að fiðringurinn sem þú berð í maga þér fái að njóta sín sem mest. Mundu bara að fara varlega og hugsa um þína eigin velferð fyrst og fremst, sérstaklega til lengri tíma litið.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
Bætt við 21. ágúst 2006 - 08:47 Verð að taka það fram að það vantar stóran part í þessi skrif þar sem þau virðast einhvernveginn hafa farið forgörðum þegar ég færði textann á milli. Ég get því miður ekki endurheimt það sem tapað var þannig að ég vona að þetta sé nægilega mikið. Ég er því miður virkilega upptekinn í hinu daglega lífi og get þar af leiðandi ekki endurskrifað það sem vantar. En það sem hér er er langstæðsti parturinn og tekur yfir flest það sem ég vildi koma frá mér. Textinn klipptist frá setningunni: “eða var það eingöngu að hann ….” svo vantaði afganginn.
Aerith, þá mátt ávallt hafa samband.
Kkv,
Fróðleiksmoli