Sælir hugarar.
Ég er nokkuð viss um að þessi grein fljúgi í korka en það er allt í lagi. Ég vildi bara aðeins fá að tjá mig.
Ég er alveg rugluð í hausnum núna,ég hef núna 2 sinnum á stuttum tíma verið virkilega hrifin af strák og þeir voru báðir að þykjast vera hrifnir af mér til að fá að sofa hjá mér síðan bara gefa þeir algjöran skít í mig eftir að þeir eru búnir að gera mig hrifna af sér.
Sjálfsálitið mitt er búið að lækka virkilega mikið. Ég kynntist strák á föstudaginn og hann var bara að tala við mig og gaman,síðan sendir hann mer sms seinna um kvöldið og segir vilja gefa mér númerið sitt. Og ég var frekar hissa á því en var ekkert mikið að pæla í því. Þetta er rosa sætur strákur og allt það.
Síðan hringir hann eins og brjálæðingur í mig meðan ég er inná skemmtistað og heyri ekki í símanum.
Síðan á leiðinni heim til mín, er að labba upp stigana hringir hann í mig og ég næ þá að svara símanum og hann vill endilega hitta mig. Ég segi að hann geti bara komið inná stigagang hjá mér og talað aðeins við mig. Og hann var bara svo sætur og ótrúlega almennilegur við mig. Og ég hugsaði þá auðvitað bara “já hann er að gera það til að fá að ríða mér”…getur vel verið að hann hafi verið að gera það.
En það skrítna er að ég fór til hans, hann ´byr ekkert alltof langt frá mér og við sváfum saman og hann var bara haldandi utan um mig á fullu og vildi ekki að ég færi og vildi síðan endilega fylgja mér heim aftur.
Hálftíma seinna fæ ég sms frá honum sem segir að hann vilji hitta mig annað kvöld, s.s. í kvöld. Ég er að pæla í því hann er búinn að vera rosalega næs við mig og það er auðvitað bara mér að kenna ef hann hefði ekkert viljað meira með mig að gera því ég sef hjá honum svona fljótt. En ég er bara svo viðbjóðslega hrædd um að vera særð aftur,það hafa ótrúlegustu hlutir gerst með hinum,varð ólétt eftir einn og var eitthvað grátandi yfir því og svarið hjá honum var “mér er drullu fokking sama ”.
Já þið skiljið kannski hvað ég á við.
Öll svör vel þegin,
er það bara ég með vandamál ,er ég skrítin að hafa áhyggjur?
Þurfti bara að opna mig aðeins
Takk.