Úff. Ég veit ekki hvernig ég á að byrja þetta.. Ég er búin að vera að dúlla mér með fyrrverandi í svoldin tíma núna, svona 2 mánuði sirka. En ég er ekki búin að vera nógu ánægð með það. Hann er alltaf að gefa í skyn að við séum kannski að taka saman aftur, en hættir alltaf við það síðan, og hefur ekki samband við mig kannksi í viku eða eitthvað. Þetta var virkilega að fara í taugarnar á mér. Mér var farið að líða eins og svo ómerkilegri manneskju þökk sé honum. Eins og ég væri bara druslan hans eða eitthvað.
Allavega, eftir að ég neitaði að fara uppí rúm með honum í dag (sem var fyrsta skiptið sem við hittumst í svona viku btw.) þá varð hann mega fúll. Ég bara meikaði þetta ekki lengur. Við fórum að rífast. Ég held að ég hafi aldrei öskrað svona mikið á hann áður. Ég held að hann hafi aldrei öskrað svona mikið á mig áður. Þegar ég fór útúr bílnum eftir skemmtilegt skutl heim þá lét hann mig vita að hann ætlaði aldrei að tala við mig aftur. Vúbbí! Ég brotnaði algjörlega saman eftir að ég hafði skellt bílhurðinni á hann og lokað herbergisdyrunum mínum.
Ég elska hann svo fokking mikið! Hann skiptir mig svo ótrúlega miklu máli. Hann er búinn að vera manneskja númer eitt í lífi mínu svo lengi. Það er erfiðara en ég hélt að missa svona manneskju útúr lífi sínu útaf rifrildi en ég hélt. En hey neinei, klukkutíma eftir að ég kom heim þá sendir hann mér sms. Eitthvað með fyrirgefðu ég á þig ekki skilið og svona. Svo annað þar sem hann segist vilja halda samband við mig, hann vilji ekki að við hættum að tala saman.
Ég veit ekki hvort ég vilji tala við hann núna. Hann er að gera mér svo erfitt fyrir.
Fíbblið!