Eitt ljóð eftir mig sjálfan.


Fædd var falleg lítil sál
ósk mína fékk loks fyllta
Tendrað á ný var tímans bál
til þín bar vonina gyllta

Hamingja mín óhindruð var
hélt mig væri að dreyma
Ég grunlaus var um dauðans far
er hjarta þitt hafði að geyma

Þú brostir heitt i hinsta sinn
hættir svo að anda
Þú dáinn ert frá mér drengur minn
von er mér horfin að vanda