Ég er búin að vera með kærastanum mínum í 3 og hálft ár og núna þessa dagana þá er hann lítið heima sökum vinnu og kemur heim dauðþreyttur! Hann er oft að vinna frá 8 á morgnana til 22-23 á kvöldin.
Þessi svokallaða þreyta hans er að gera mig vitlausa í bókstaflegri merkingu…
Hann talar mjög lítið við mig, vill helst bara fara að sofa og í rauninni sýnir mér lítinn áhuga :(
Sem dæmi má nefna þá áttum við sambandsafmæli um daginn og hann vann til 12 um kvöldið, kom heim og fór nánast beint uppí rúm að sofa.. Kossinn sem ég fékk í tilefni dagsins var nú ekkert spes og var það ég sem átti frumkvæðið að honum..
Hann er mjög oft pirraður yfir þessu og hinu og alltaf finnst mér það bitna á mér..
Hann segir aldrei “ég elska þig” nema þegar ég segi það við hann að fyrra bragði..
Er það bara ég eða er hann ekkert bara þreyttur og vill sofa?