Málið er það að ég var að vinna með stelpu síðasta sumar… ég kynntist henni ágætlega og svo komst ég að því að við vorum í sama framhaldskóla…

Við erum bæði feimin svo við töluðumst lítið við hvort annað allan veturinn… Svo ætlaði ég að láta til vaða á að bjóða henni í bíó eða eitthvað þegar við myndum hittast í vinnuni en þá er hún að vinna annarstaðar.

Ég veit nr-ið hennar en ég veit ekki hvort það sé átroðningur að hringja í hana… Væri það ekki creapy ef að einhver kunningi myndi hringja í þig? Mig langar ekkert endilega í samband langar bara að kynnast henni betur… Hún er lítið að skemmta sér held ég og ef hún fer eitthvað út þá fer hún held ég á aðra staði en ég…

hvað á ég að gera:S