Sæll “Christ”
Ég tel að það sé ekkert athugavert við það að hafa samband. Það er nú eina leiðin fyrir okkur að kynnast hvert öðru ekki satt? :)
Sendu henni bara SMS til að byrja með. Ef hún fær SMS, þá kemur þetta ekki eins flatt upp á hana og hún fær tíma til að hugsa. Þá kemstu líka að því hvort henni finnist eitthvað til þín koma.
Ég vill samt ráðleggja þér að fara ekki í bíó, heldur á einhvern stað þar sem þið getið kynnst og spjallað. Persónulega mæli ég með rólegu kaffihúsi með þæginlegri tónlist og litlum borðum til þess að hafa nálægðina í hámarki án þess að óþæginlegt sé (fer auðvitað eftir hversu gömul þið eruð).
Ég vill benda þér á að lesa greinina mína um einmitt þetta málefni og er góð lesning fyrir fólk sem er að reyna að feta sig áfram í samskiptum kynjanna. Hún situr efst hér á “rómantík” í greinalistanum.
SMSið gæti hljómað einhvernveginn svona, svo þú hafir viðmið:
——————————————————————————————————————–
Hæ :) “X” hérna. Mannstu eftir mér? ;) Ég var að spá hvort þig langaði kannski að skreppa með mér á kaffihús eitt kvöldið? Það var svo gaman með þér í sumar í vinnunni að ég bara varð að spurja ;)
——————————————————————————————————————–
Þetta þarftu auðvitað að endurskrifa eftir þínu höfði, en gæti samt gefið þér einhverja hugmynd.
Ég verð að ráðleggja þér aftur að lesa greinina eftir mig þar sem hún fer ýtarlega í þetta ferli og ætti að geta aðstoðað þig töluvert í þessum málum.
Hún heitir: “Almenn ráð til farsælla samskipta við hitt kynið”
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli