Sæl Friend.
Það fyrsta sem ég vill segja er þetta: haltu þig eins langt frá þínum fyrrverandi eins og þú getur.
Þegar þú segist hafa “endað” með honum tvö kvöld af þremur yfir verslunarmannahelgina þá dreg ég þá ályktun að þú eigir við kynlíf. Ég skil ekki alveg hvar hugsunarferli þitt liggur í þessu máli því að:
1. Þú svafst hjá honum tvisvar yfir verlsunarmannahelgina
2. Þú berð ennþá smá tilfinningar til hans
3. Þú virðist gera þér grein fyrir hversu “lélegur” þinn fyrrverandi er með því að telja fram að honum sé sama um þig, að hann hafi ekki komið vel fram við þig, hann hafi hætt með þér og að vinurinn sé miklu betri strákur.
Fyrst, áður en ég ætla að aðstoða þig í þessu máli, ætla ég að lesa dálítið yfir hausamótunum á þér :)
Í fyrsta lagi, þá heitir þessi korkur “Ég er ekki viss um hvað ég vil”. Hvernig í ósköpunum má það vera að þú vitir ekki hvað þú viljir? Er þinn fyrrverandi virkilega ein af þeim breytum sem felst í vali þínu?
Við skulum sjá:
1. Hann er ekki góður strákur að þínu mati
2. Hann hefur komið ílla fram við þig
3. Honum er alveg sama um þig
4. Vinur hans er miklu betri strákur
5. Hann sagði þér upp.
Það er ekki bara málið að þú berð ennþá tilfinnigar til hans og “veist ekki hvað þú villt”, heldur einnig ertu að einnig að gefa honum kynlíf, svo hann þurfi nú bara ekkert að sjá eftir því sem hann gerði þér og hvernig hann kemur fram við þig og fái eflaust það eina sem hann vildi frá þér til að byrja með?
Ef þú varst sjálf “á þörfinni” og þurftir eitthvað, þá má segja að hver sem er hefði verið betri en hann.
Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei gera sjálfri þér það að sofa hjá honum aftur! Farðu að hlusta á þitt eigið stolt og aldrei leyfa nokkrum manni koma svona fram við þig aftur.
Í þessum kork áttu í raun ekki að vera að velta fyrir þér hvað þú villt, heldur mikið frekar að gráta og leitast vorkunnar yfir hvað þú átt mikinn skíthæl fyrir ex-kærasta.
Stúlka, þú þarft að fara setja þér “standard”, og hann á að vera þó nokkrum stigum hærri en þetta.
En þar sem ég er búinn að halda ræðuna yfir þér, þá skal ég einnig reyna að veita þér einhverja hjálp í gegnum þetta ástand þitt :)
Hér er mitt ráð:
Veldu hvorugann.
Sestu niður og spáðu virkilega í það hvað það er sem þú villt útúr karlmanni. Strákar eiga að sýna kærustunni sinni virðingu, ást, væntumþyggju, trúnað og traust o.fl. o.fl. (sama gildir að sjálfsögðu um stúlkur).
Ekki hoppa út í samband með hverjum sem er. Taktu þinn tíma í að kynnast þeim strákum sem þú fellur fyrir og vertu virkilega viss um að þeir séu það sem þú virkilega villt. Ekki sætta þig við eitthvað, bara vegna þess að hann hefur eitthvað eitt sem þér finnst mikils virði. Hann þarf að hafa allann pakkann.
Í sambandi við vin hans. Það getur vel verið að hann sé “betri strákur” en þinn fyrrverandi, en er virkilega eitthvað varið í hann??
Í fyrsta lagi er þinn fyrrverandi besti vinur hans, og það eitt og sér hljómar slæmt í mínum augum, þar sem maður þarf virkilega góða ástæðu til þess að eiga skíthæl sem vin, hvað þá besta vin. Í öðru lagi, þá er hann að spurja þinn fyrrverandi um leyfi til þess að fá að “deita” þig. Ef eitthvað þá tel ég frekar víst að hann hafi einhverja hugmynd um hvernig þinn fyrrverandi og hans besti vinur hefur komið fram við þig, þannig að hann ætti í raun að vera að “bjarga” þér án þess að biðjast nokkurs leyfis, ef einhverjar töggur væru í honum.
En jæja, lengra verður þetta ekki í bili. Ef þú telur að einhver skynsemi liggi í mínum orðum, þá máttu hafa samband við mig ef þú villt frá frekari ráð. Ég skal lofa þér að hafa þau “mildari” framsett :)
Ég á bara erfitt með að fylgjast með stúlkum sem láta karlmenn koma eins ílla fram við sig eins og virðist að þinn fyrrverandi sé að gera, án þess að þær geri sér í raun grein fyrir því.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli