Ég held að besti vinur fyrrverandi kærasta míns sé hrifinn af mér… Ég hitti þá báða um verslunarmannahelgina og endaði með mínum fyrrverandi tvö kvöld af þremur… En um helgina spurði þessi vinur míns fyrrverandi hvort hann mætti reyna við mig og minn fyrrverandi leyfði það, að hans (vinarins) sögn. Sem mér finnst svolítið skrýtið því að hann (minn fyrrverandi) hefur alltaf verið á móti því að vinur hans sé að reyna við mig. Sem ég skil alveg fullkomlega.
Ég verð að viðurkenna að það eru ennþá smá tilfinningar sem ég hef til míns fyrrverandi, en ég er samt alveg búin að jafna mig á honum. En það er einhver áhugi hjá mér fyrir hendi á vini hans en það er spurning hvort ég gæti verið með honum, hvort það yrði ekki of flókið. Vinurinn er samt miklu betri strákur heldur en minn fyrrverandi…

Ég er að spá í að tala við minn fyrrverandi og spyrja hann út í þetta, gá hvort að það sé satt að hann hafi gefið leyfi sitt, en ef það er satt hvað á ég þá að gera? Ég veit ekki neitt, er svo ringluð…Þarf hjálp!
Og afsakið ef þetta er eitthvað ruglingslegt…:)

kveðja
friend
Ég finn til, þess vegna er ég