Sælt veri fólkið.

Núna í kvöld ætlaði ég að setjast niður og skrifa svipaða grein fyrir kvenmenn eins og ég gerði til karlmanna, er titlast “Almenn ráð til farsælla samskipta við hitt kynið (stílað á karlmenn)”

Það sem ég komst hinsvegar að og finnst í raun skrýtið að ég hafi ekki áttað mig almennilega á fyrr, er það, að sú grein er ég stílaði á karlmenn átti nánast jafnvel við bæði kynin.

Fyrir utan eitt og eitt atriði og “kossinn í enda stefnumóts” (sem samt gæti talist fróðleiksmoli fyrir ykkur kvenmennina), þá er þessi grein jafnt fræðandi fyrir bæði kynin, því flestöll atriði þar fyrir innan eiga tilkall til beggja kynja.

Þannig að, ég verð því miður að láta það eiga sig að gera aðra grein stílaða á stúlkur, því ég get ekki farið mikið “dýpra” ofan í kynin heldur en ég gerði í fyrri grein minni. Til þess að fara dýpra þarf einstakur persónuleiki að móta útlínurnar fyrir þeirri greiningu.

Þannig að ég vona að stúlkur líti einnig yfir fyrrnefna grein, því margt í henni á jafnvel við kvenmenn sem og karlmenn (fyrir utan einstaka atriði).

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli