Hæ já hér er fröken Bollasúpa komin aftur.
Ekki séns að ég nái að sofna í kvöld.
Gerðist nefnilega svolítið merkilegt fyrir stuttu, að ég kynntist þessum æðislega strák - hérna inn á huga, talandi um að love grabs you when you least expect it, en það þróaðist út í spjall í skilaboðunum og svo MSN
Sem varð til þess að við fórum á sama tíma á sömu mynd, þar sem við reyndar þorðum ekkert að tala við hvort annað, svo við reyndum aftur, gekk betur, hittumst aftur og við enduðum út í bíl í klukkutima eftir bíóið :)
Síðan kom verslunarmannahelgin og ég fór á Kotmót á meðan hann var í bænum, endalaust mikið af smsum og svo heimsótti ég hann um leið og ég kom heim.
Var síðan farin að pæla hvort að það væri hægt að elska einhvern þegar maður er ekki búin að þekkja manneskjuna mjög lengi.
Og ég komst að niðurstöðunni að í þessu tilfelli væri svarið já.
En ég þorði ekki að segja það við hann - fyrri reynsla þar sem ég sagði þessi orð og fékk ekkert svar varð til þess að ég ákvað að halda þessu útaf fyrir mig.
En svo, er hann hjá mér áðan.
Og við erum að kyssast í rúminu mínu þegar á milli kossa eg heyri ..“ég elska þig”..
hafiðið einhverntímann kiknað í hnjánum?
ég fékk þannig tilfinningu, utum allan líkamann.
Það tók mig smá stund að koma út orðunum sem mig langaði líka að segja
og nú sit ég hérna og get ekki sofnað útaf því að mig langaði helst að sofna í fanginu á honum og vakna með honum á morgun.
En það verður að bíða.
Ég elska þig krúttið mitt :**
~Bollasúpa með Ástarbragði :)