Sælir Hugarar.
Eins og þið eflaust munið, allavega sum ykkar, þá stundaði ég það hér “í denn” að aðstoða hugara með hin ýmsu vandamál hjartans er tengdust hinu kyninu.
Ég tók að mér eina slíka aðstoð fyrir stuttu og fékk leyfi til þess að deila henni með ykkur í von um að hún myndi jafnvel fræða og aðstoða einhvern annann í svipuðum aðstæðum.
Vona að þetta verði einhverjum að gagni.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
————————————–
Sæll aftur “x”
Ég ætla nú að sjá hvort ég geti ekki varpað einhverju ljósi á það vandamál sem þú átt við að stríða.
Það fyrsta sem verður að skoða í þessu máli er aldur. Ég veit að aldursmunurinn á milli ykkar (3 ár) er ekki eitthvað sem skiptir þig máli (enda er það alveg rétt hjá þér ef ykkur kemur vel saman), en aldur hefur því miður mikið að segja þegar kemur að reynslu í ástarmálum. Þar sem að stúlkan er „þetta ung“, þá spilar það inn í hvað reynsluleysið hennar er mikið.
En við skulum aðeins byrja á því að skilgreina hvað „rebound“ þýðir. Að vera „rebound“ er að vera einhver sem ákveðin persóna „hallar sér að“ þá oft er kemur að kynlífi og/eða tilfinningalegri nálægð, til þess að „bæta upp“ fyrir þá nálægð sem sú persóna missti þegar samband hennar við sinn/sína fyrrverandi endaði. Helstu ástæður fyrir því að þetta er kallað „rebound“ eru eflaust þessar:
1. Sú persóna er ennþá í sárum og er einfaldlega ekki „tilbúin“ í annað samband.
2. „Rebound-ið (s.s. hinn einstaklingurinn)“ var eingöngu eitthvað sem sú persóna „hallaði sér að“ til að uppfylla eitthvert tímabundið „tóm“ en hefur í raun engann „áhuga“ á til lengri tíma litið (sem dæmi: vinatilfinningar eingöngu í spilinu).
3. Persónan er ekki tilbúin í annað samband strax einfaldlega vegna þess að hún er búin að vera „bundin“ í X langan tíma og langar að „lifa lífinu“ í smá stund áður en hún „festir sig“ aftur. (Þótt hér sé nú oftast bara um „rangann“ einstakling að ræða fyrir umrædda persónu, þar sem ég tel að fæstir „sleppi“ því sem þeir virkilega vilja ef það býðst).
En í þínu tilfelli bætist við ein ástæða í viðbót, og það er aldur viðkomandi stúlku. Þetta ungur aldur spilar inn í allt, því stúlkan sú er að upplifa svo margt sem hún hefur ekki prufað áður, og þar af leiðandi gerir það hana frekar „ruglaða í ríminu“. Í þessu ástandi á fólk til með að velja eingöngu eftir „tilfinningu“ og skilja skynsemina eftir fyrir utan dyrnar, því það hefur enga reynslu af umræddum aðstæðum og getur þess vegna ekki beitt „skynsemi“ sinni það einfaldlega sér til aðstoðar. Það eru ófáir sem hugsa til baka og hefðu óskað að þeir hefðu ekki „sleppt“ ákveðnum einstakling og/eða að þeir hefðu tekið aðra ákvörðun í hinum ýmsu aðstæðum.
Með þetta allt í huga ráðlegg ég þér að fara einstaklega varlega og leggja ekki of margar tilfinningar „að veði“ á of skömmum tíma.
Það sem ég ráðlegg þér að gera er einfaldlega að „bíða og sjá“. Reyndu að kynnast henni mun betur og eyddu tíma með henni (kynlíf alveg leyfilegt en passa skal samt hversu náin tengsl það getur myndað við umrædda stúlku fyrir þig, ef svo skyldi fara að ekkert verði úr þessu til lengdar), en passaðu að hafa alltaf „smá vörn“ til staðar þegar kemur að þínum eigin tilfinningum til þess að hún rífi þig ekki niður ef hún velur öðruvísi en þú helst myndir vilja.
Mundu samt að ekki þarf allt að vera „rétt“ ákvörðun hjá henni, ekki einu sinni samkvæmt henni sjálfri, en því miður kemur það ofast í ljós þegar fram líða stundir og umrædd stúlka er kominn með meiri þroska og aldur. Þannig að þú gættir átt von á símtali eftir 5 ár ef svo færi :)
Ég get því miður ekki ráðlaggt þér mikið meira þegar kemur að þessu, því ég þekki umrædda stúlku nátturulega ekki neitt, og í þessu tilfelli er það persónuleiki hennar sem ákvarðar nánast allt um framtíð þessa máls.
Það sem ég ráðlegg þér hinsvegar einnig að gera, er bara að vera þú sjálfur. Láttu hana sjá hversu ljúfur, skynsamur og góður þú virkilega ert, og þá eru í raun meiri líkur á að hún velji „þig“ frekar en eitthvað annað. Nú ef hún gerir það ekki, þá get ég sagt þér með frekar mikilli vissu að þú hefðir nákvæmlega ekkert geta gert til þess að breyta þeirri niðurstöðu. Þá er hún einfaldlega ekki á þeim „stað“ í lífi sinu til þess að það hefði eitthvað getað gengið upp á milli ykkar einmitt þá og þegar.
Ég vona að þetta hafi varpað einhverju ljósi á aðstæðurnar fyrir þig og jafnvel hjálpað þér til þess að „höndla“ þær tilfinningar sem eru í spilinu aðeins betur.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli