Sælt veri fólkið.
Ég verð að skrifa þetta, þótt það eigi eflaust eftir að draga smá dilk á eftir sér :)
Ég hef nefnilega dálítið sem ég þarf að viðurkenna.
Þegar ég bjó til þessa könnun sem nú er í gangi setti ég örlitla “sálfræðilega gildru” í hana.
Könnunin spyr: “Er framhjáhald leyfilegt undir vissum aðstæðum?”
Einn svarmöguleikinn í könnuninni er: “Nei, en ég skil þótt sumum finnist það í lagi þótt mér finnist það ekki”. Þessum svarmöguleika hafa níu manns hakað við enn sem komið er.
Það sem er kannski ekki það augljóst er, að þennan valmöguleika er í raun hægt að telja í andsögn við sjálfan sig.
Að finnast framhjáhald ekki í lagi, en “skilja” þótt öðrum finnist það er frekar hæpið að gangi upp, því ef þú “skilur” hvernig öðrum geti fundist framhjáhald “leyfilegt undir vissum aðstæðum”, þá er einnig hægt að túlka það þannig að sú persóna “skilji” það einnig sjálf, s.s. sé sammála ef…. [sjá neðar]
Ég er ekki að segja að þótt persóna skilji eitthvað að þá sé hún alltaf sammála því, en í þessu tilfelli, þegar kemur að eins svart/hvítri spurningu eins og spurningu um hvort framhjáhald sé leyfilegt eða ekki; þá myndi ég halda að ekki sé hægt að “skilja” afstöðu fólks til andstæðrar skoðanar.
Sem dæmi:
“Ég er á móti því að drepa fólk, en ég skil fólk sem drepur fólk”.
Hérna er hægt að svara dæmi mínu svona:
“Þetta getur alveg verið, t.d. þá er ég á móti því að drepa, en ég skil t.d. konu sem drepur manninn sem drap barnið hennar”.
En spurningin er hinsvegar þessi: Ef þú skilur konuna sem drap manninn sem drap barnið hennar, myndiru þá ekki gera nákvæmlega það sama og konan ef þú værir í sömu aðstæðum?
Má þá ekki segja að fólk sem er ósammála því að það sé í lagi að halda fram hjá, en skilji fólk sem finnist í lagi að halda framhjá, myndi einnig halda fram hjá í sömu aðstæðum? Væri þar af leiðandi ekki hægt að draga þá ályktun að það fólk hefði frekar átt að segja: Já, [annað]?, þar sem það gat ímyndað sér aðstæður þar sem það “skildi” fólk sem héldi framhjá?
Eins og má sjá frá skrifum mínum hérna fyrir ofan, þá hallast ég dálítið að því að þetta tákni að vissu leyti að manneskja sem hakaði við umræddann valmöguleika gæti einnig “fundið sig” í þeim aðstæðum að hún myndi halda framhjá.
En ég er eins og ég er, og nærri því ekkert er “100%” í mínum huga. En við skulum orða þetta svona:
Ég myndi ekki vilja vera á þessu “gráa svæði” :)
Munið elsku Hugarar að könnunin er nafnlaus, þannig að enginn þarf að örvænta þótt hann hakaði við þennan valmöguleika. En kannski veltir hann því vali aðeins betur fyrir sér.
Mín von er að það gæti jafnvel varnað nokkrum framhjáhöldum í framtíðinni :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
P.s Ég er ekki alveg viss um að ég eigi eftir að svara þeim svörum sem koma inn á þennan kork, því hann á eftlaust eftir að valda smá fjaðrafoki. Ég tel nefnilega ekki þess virði að dragast inn í samræður þar sem fólk mun aldrei vera á eitt sammála um, og er því þessvegna nánast tilgagnslaust að ræða um tiltekið málefni. Ég vildi bara opna augu sumra fyrir þessum “möguleika” og jafnvel varna “slysum” í framtíðinni :)