Jæja, ég hef verið að hugsa undanfarið hverjum ég hef orðið hrifin/ástfangin af.

Ef ég verð ástfangin af einhverjum og hann sýnir það á móti, þá endar það allt í rugli.

Ég gleymi aldrei fyrsta stráknum sem ég virkilega féll fyrir.

Hann var alltaf að “bösta move” Jæja, ég “lék” með í byrjun, lét sem ekkert væri, þegar ég varð svo skyndilega brjálæðislega hrifin af honum. Ég féll…

En málið er, hann sveik mig, hann laug allan tímann, ég sagði honum hluti sem ég hef ekki sagt mörgum, bara mínu bestu vinkonum. Vá, það var sárt, meira en sárt.

Ég hef ekki hlustað á sjálfa mig almennilega síðan þá, ekki einu sinni hjartað.

Svo kynntist ég þessum indæla strák, eða, ég hélt það. Málið var, hann var alltaf að fá mig til þess að gera hluti sem ég vildi ekki gera, auðvitað, ég lygarinn, laug enn að sjálfri mér að hann væri sá eini rétti! :/

Nei, fljótlega slitnaði upp úr því.

Á þessum tíma fór ég að kynnast einum vini mínum meira, við gátum gert allt saman. Hlegið, talað, vælt, fíflast.. hvað sem er.. Mig langaði aldrei að það yrði eitthvað meira en bara vinátta, en þá fór allt að breytast, ég varð hrifin af honum, og sýndi það ekkert lítið.

Jæja, þessi vinur minn aftur, það gekk ekki upp, hætti að tala við hann.

Ég dró mig í hlé eftir hann, hætti að fylgja tilfinningum mínum til annarra stráka eftir. Hætti að pæla í öllu.

Þangað til núna um daginn… æi vitiði, ég nenni ekki að tala um “um daginn”.

Segjum bara að það tengist vinkonu minni líka.. Jæja, núna er ég hopeless, get ekki hlýtt á hjarta mitt um neitt. Vil ekki stökkva mér í dýpið án þess að vera með kúta, æi.. það er erfitt.

Að geta ekki fylgt sínum eigin tilfinningum.. :(

Æi, takk fyrir áheyrnina…


-Ein á bömmer?