Eitt örlítið ljóð.
Ég elska stúlku, hún er mér kær,
Í huga mér, er ástin tær,
En það er eitthvað sem skyggir á,
Einhver skuggi, sem skynja má,
Hvað er það, sem felst í þér?
Hvað stingur fast, í hjarta mér?
Ert það þú, sem bauðst því heim?
Ert það þú, sem ert mér mein?
Hvenær fórst þú að hata mig?
Ég elska heitt, og þrái þig!
Hví legg' þú á mig, þessa raun?
Heldur framhjá, og það á laun?
Ég er sorgmædd og glötuð sál,
Sál mín á sér, ey lengur mál,
Þú skarst í burtu, alla von!
Í burtu, þú tókst minn son!
Hvar ertu, með barnið mitt?
Hvenær fæ ég, hann að sjá?
Allt mitt hatur, er nú þitt!
Að elska hann, ég vill og má!
Ég gamall, orðinn er,
Og minn son, í hjarta ber,
Ég aldrei aftur, hann fékk að sjá,
Þú lést mig deyja, honum frá.