Góða kvöldið hugarar.
Það er smá vesen hjá mér að ég þekki þessa stelpu. Kynntist henni fyrir um 3 mánuðum, hafði þó séð mynd af henni áður og vitað hver hún var. Og síðan ég sá fyrst mynd af henni hefur mér alltaf fundist hún gullfalleg.
Svo var ég á balli um daginn og ég hitti vinkonu mína. Og hún var með þessari stelpu. Svo byrjuðu allir að dansa og frá byrjun voru alltaf straumar á milli okkar þangað til að við byrjuðum að dansa mjög nálægt hvor öðru og allt í gangi ;) Þá fór vinur minn (sem var btw á föstu, það sem gerðist eftir þetta er annað mál) að dansa við hana og ég sá alveg að hún var ekki að fýla það.
Svo eftir ballið talaði ég smá við hana, faðmaði hana bless og svona.
Svo viku eftir þetta heyrði ég frá þessum vini mínum að ef að hann væri ekki á föstu þá hefði hann örugglega byrjað með stelpunni (þau voru búin að vera að tala saman á msn og svona).
Mér leið svolítið illa og “hætti” að tala við hana.
Svo núna nýlega höfum við byrjað að tala saman og mikið hösl í gangi. Sms og msn og svona.
Hvaða álit hafiði á “hegðun” hennar og hvort að ég ætti að gera eitthvað. Af því að fyrrverandi kærastan mín er búin að vera að toga svolítið í mig í sumar og ég hef alltaf þessar tilfinningar til hennar. Þó að þetta hafi verið mjög slappt samband. Finnst ykkur að ég ætti að spyrja hana hvernig henni líður eða bara bjóða henni út?
(Fyrirgefið ef að þetta er illa skrifað, og ef þið viljið fá að vita meira spyrjiði bara)
Takk fyrir að lesa.