Sæll Cry.
Þú ert núna í aðstöðu sem þú myndir eflaust flokka sem að “vera á milli steins og sleggju”. Sú er ekki raunin myndi ég halda.
Ástæðan fyrir vandamáli þínu er í raun ekki tengd ást, heldur hvað kemur sér best fyrir þig, því innst inni berum við alltaf okkar eigin hag í fyrirrúmi. Ég er án efa þegar ég segi að ég telji að innst inni veistu nákvæmlega hvernig tilfinningar þú berð til þeirra og einnig að þú veist hvorri þú værir frekar með ef allar utanaðkomandi aðstæður væru fjarlægðar. Það er staðreynd að innst inni veit maður oftast hvað maður vill; það fer bara eftir aðstæðum hversu hreinskilinn maður getur verið við sjálfan sig.
Ef þú villt virkilega vera heiðarlegur við sjálfan þig og þá sérstaklega þær, verðuru að dæma eftir þeim tilfinningum, því þær eru í raun og veru það eina sanna og óflekkaða í þessum aðstæðum og það sem þér ber að skoða hug þinn eftir, því hver dagur sem líður sem þú ert að velta því fyrir þér ertu í raun að flekka samband þitt með þinni núverandi og gera lítið úr því. Þegar þegar maður er með stúlku í sambandi er hún sá sem skal eiga hug manns allann. Ef þannig liggur ekki í málunum eru hin sönnu tengsl sem skulu vera til staðar í sambandi að rotna innanfrá.
Hér er mín ágiskun:
Ég tel að þú vitir mjög vel hvora stelpuna þér finnst meira til koma, og ég tel einnig að ég viti hvor stelpan það er.
1. Aðra stúlkuna hefuru hérna heima, hina ekki
2. Önnur stúlkan er þín núverandi kærasta, hin ekki.
´
Þín núverandi kærasta er í þeirri aðstöðu að geta sýnt þér alla þá ást og væntumþyggju sem hún hefur upp á að bjóða, hin ekki.
Þar sem þú ert hér núna í öngum þínum því þú veist ekki hvora þú villt, þá tel ég það segja meira um tilfinningar þínar en þú heldur.
Ef þú bærir ekki sterkari tilfinningar til stúlkunnar í útlöndum, væriru ekki hér að tjá okkur vandamál þitt. Þín fyrrverandi hefur ekkert fram að færa til núverandi aðstæðna nema hana sjálfa. Þín núverandi hefur hinsvegar það fram að færa að vera hér með þér, og ætti þar af leiðandi að geta uppfyllt þá nálægð sem þú og í raun allir þrá út úr sambandi .. ef hún væri sú eina rétta.
Þar sem þín núverandi heldur á því spili að vera til staðar og ætti þar af leiðandi að geta veitt þér það sem þú þarft, en hin stúlkan í útlöndum heldur eingöngu á því spili að vera hún sjálf, en á samt stóran part af huga þínum; þá myndi ég halda að stúlkan í útlöndum væri sú sem héldi á spaða ásnum í þessum ástarþríhyrning.
Það eina sem ég get ráðlagt þér í þessum aðstæðum er að velja útfrá sönnum tilfinningum í þeirra garð, ekki eftir aðstæðum eða því sem hentar þér best í nútíðinni.
Að vera sannur tilfinnigum sínum er það eina sem ber vellíðan í för með sér til framtíðar.
Gangi þér vel og veldu rétt.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli