Mér finnst rómantískast að eiga saman stund í friði frá öllu og öllum sem er bara tileinkuð okkur. Hún þarf ekki að innihalda neinar gjafir eða veraldlega hluti. Bara að við getum verið saman.
Mér finnst rómantískast þegar maki manns tekur eftir smáatriðunum. Litlu kækjunum sem maður gerir, eða orðum sem maður notar einstaklega mikið og elskar það. Þegar viðkomandi veit uppáhalds þetta og hitt mans og sýnir það (eins og þegar hann/hún veit hvernig þú vilt kaffið þitt og kemur með kaffi handa þér þó þú hafir ekki beðið um það því hann/hún veit að þig langaði í). Þegar maki þinn hefur fengið að kynnast göllunum þínum en er alveg sama, elskar þig bara meira ef eitthvað er.
Að sitja bara saman. Elska og vera elskaður og tala um þessa litlu hluti sem maður elskar við hvort annað.
Það finnst mér vera rómantískt.
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]