Jæja, mér datt í hug að einhver myndi hefja umræðu um svar mitt til rosab, og viti menn - það gerðist! :)
En svona svo ég komi með mína hlið á þessu máli, þá sé ég voða lítið eftir því að hafa kallað hana þetta, þar sem gjörðir hennar voru ógeðslegar. Það eru hreinar línur og get ég fullyrt að enginn er ósammála því. Það er kannski ekki hægt að alhæfa hana sem ógeðslega manneskju, en mitt litla álit á henni er það að það sem hún gerði var ógeðslegt, og það gerir hana ósjálfrátt ógeðslega í augum fólks, ekki satt?
Fordómar og ekki fordómar. Ég á vissulega til að dæma manneskjur fyrirfram, en svo hugsa ég hversu rangt það er að gera það og hætti því. Eins eflaust allir. Ég var ekki að dæma hana fyrirfram, þar sem ég var bara að dæma hana og gjörðir hennar út frá því sem hún skrifaði. Af hverju er svona rangt að dæma manneskju út frá gjörðum hennar?
Ég ætla að koma með svolítið klikkað dæmi, en það mun vitanlega hafa smá sannleiksgildi í sér. Ef maður nauðgar konu. Er hægt að líta hann sömu augum aftur, þó hann sé góður persónuleiki og allt það? Maður á það til að mynda sér skoðun á ýmsum hlutum út frá gjörðum fólks, og það er einmitt það sem ég gerði varðandi hana. Af hverju er það endilega rangt? Af hverju er ég svona dæmdur fyrir það?
Ég er ekki að afsaka mig. Ég stend fastur á minni skoðun, eins og ég hef margfalt tekið fram. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsum málum, eins og sum ykkar hafa tekið eftir hér á Rómantík, en það þýðir ekki að ég sé að dæma manneskjuna út frá auðu blaði, heldur er ég að dæma hana út frá því sem hún skrifar hér. Af hverju var manneskjan að senda þetta hingað inn ef hún vildi engin neikvæð álit? Vildi hún bara ráð sem væru á þann veginn að allt væri í góðu? Það gengur bara ekki svoleiðis fyrir sig. Ég kom með mína skoðun, og stend ég fastur á henni. Þó hún þurfi engan veginn að samþykkja eða vera sammála mínum skoðunum, þá hef ég samt sem áður rétt á þeim, óháð því hvort ég sé stjórnandi hér eða ekki. Ekki satt?
En jú vissulega var kannski aðeins of hart að kalla HANA ógeðslega, en ég meinti að hún væri ógeðsleg vegna gjörða hennar, ekki persónuleika hennar. En ég vildi bara koma þessu frá mér.
Ég vil samt bæta við einu í lokin. Þó ég sé stjórnandi hér á þessu yndislega áhugamáli okkar, þá hef ég líka skoðanir. Ég tek ekki einhverju hér þegjandi og hljóðalaust. Þvert á móti. Ég kem með mína skoðun á málinu, óháð því hvort ég sé stjórnandi eður ei. Eruð þið að segja mér að þessi svaka umræða um svar mitt væri til ef ég væri ekki stjórnandi? Ég held nú ekki.
Takk, takk. :)