Besta leiðin til að komast yfir sorgina er að leggjast undir annan/aðra. Neinei þetta var djók ég myndi segja bara um leið og þú hittir næsta sem þú getur hugsað þer að vera með í sambandi, en ekki byrja með einhverjum/einhverri til að særa fyrrverandi!
æ ég veit ekki. Það fer bara eftir viðkomandi hvenær hann er tilbúinn. En eg veit bara það að ef ég hætti með mínum núna eftir 3 ár þá veit ég ekki hvort ég væri tilbúin nærri, nærri strax. Ekki fyrr enn eftir ár eða svo. Ég bara sé mig ekki með öðrum. Sama hvað ég tala við marga stráka, þeir bara heilla mig ekkert á þann hátt.
En svo fer það líka eftir því hvort sambandið hafi verið gott eða ekki. Ef sambandið var ástríkt þá Á líka að vera eftitt að finna nýja/nn. Annars væri þetta ekki ást sem við værum að tala um.
Því ættir þú/aðrir að fresta hamingju þinn/sinni um X tíma því aðrir segja það. Gerðu það sem þú villt og langar til að gera. Það er þú sem verður að passa velferð hamingju þinnar.
Tjah.. 2-3 vikur. Er ekki að segja að það þurfi að halda eitthvað aftur af sér, en måske vera ekkert að flagga nýjum kærasta/kærustu strax. Nema maður sé að leitast eftir því að hefna sín.. en það er annað mál.
Bara þegar þér finnst þú vera tilbúin/n.. Það er enginn ákveðinn tími. Bara þegar þú hittir þann eina rétta og eins og einhver sagði hér að ofan, ekki byrja með einhverjum til að gera fyrrverandi abbó..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..