Sæl Aerith.
Það eru mörg ágætis svör búin að koma hér á undan en ég vildi endilega leggja mitt til málana.
Í fyrsta lagi ertu mjög ung og ert nýfarin að upplifa tilfinningar til hins kynsins. Þetta gerir það að verkum að tilfinningar þínar geta verið í allar áttir og oftast er hægt að segja að fólk á þínum aldri í raun viti sjaldnast hvað þeim finnst í raun og veru því “reynsluna” vantar, og þar sem raunir hjartans eru gífurlega flóknar og vandmeðfarnar, þá er gífurlega erfitt fyrir ykkur að “ná áttum” og skilja allt það ferli er á sér stað í samskiptum kynjanna.
Eins þú nefnir hér:
En ég elska hann samt svoo mikið :(
Kanski er ég ekkert ástfangin af honum..:(
Af þessu er greinilega hægt að dæma hversu “óviss” þú ert gagnvart tilfinningum þínum.
Með þetta að leiðarljósi ráðlegg ég þér að draga andann djúpt og róa unga hjartað þitt. Líkurnar á að þetta sé þinn “eini rétti” eru harla litlar (tölfræðilega sannað ef farið er út í líkindareikning). Reyndu frekar eins og þú segir að halda vináttunni (fyrrnefnd ráð varðandi þetta voru með ágætum) og gefa þér tíma til þess að rannsaka þessa tilfinningu þína gagnvart vini þínum ýtarlega. Ef þú kemst að sömu niðurstöðu eftir þó nokkurn tíma, þá skaltu taka eitt skref í einu til þess að komast að loka-niðurstöðu.
Ef þú villt máttu hafa samband við mig eftir þó nokkurn tíma og ég skal hjálpa þér í gegnum ferlið, þ.e.a.s ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að hann eigi hug þinn allann, án nokkurs efa.
Eitt besta ráð sem ég gét gefið þér, þrátt fyrir að það ráð eigi sér litla festu í raunveruleikanum, er að bíða með flest “ástarsambönd” þangað til að þú hefur fengið aðeins meiri reynslu á þetta í gegnum þroskann einann; sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Að flýta sér um of getur haft slæmar afleiðingar í sumum tilfellum í formi hinna ýmsu kvilla (kynsjúkdómar, nauðganir, misnotkun (“vera notuð”), ólétta etc.)
Gang hægt í gegnum gleðinnar dyr og þér mun farnast vel.
Ég óska þér góðs gengis.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli
P.s Ef þér liggur mikið á hjarta máttu hafa samband við mig og ég skal ráðleggja þér eftir bestu getu.