Ég hef alltaf verið mikil barnamanneskja og gæti ekki lifað án þess að eignast nokkur. Mér finnast þau vera guðsgjöf og bara við það eitt að hugsa um þau fer ég að tárast. Þessi litlu kríli sem samt stækka svo fljótt.
En þau vil ég ekki eignast með hverjum sem er. Heldur vil ég að börnin sem ég eignast verði blanda af mér og ástinni minni sem ég hef verið með í 3 ár. Hann er frábær og ég veit að hann verður frábær pabbi enda mikill barnamaður eins og ég.
Það að ala upp barn saman er öruggega eitt það yndislegasta sem til ef foreldrar eru saman og samstíga í því og þar spilar ástin inn í. Þess vegna er það mikið tilhlökkunar efni fyrir okkur þegar við fáum að sjá ávöxt þess sem við eigum.
Ég vil engan annan en þann sem ég er með í dag því hann gerir allt fyrir mig, hann ber virðingu fyrir mér, nýtur þess að vera með mér, skilur mig og elskar mig. Hann er traustur, skinsamur og ég spyr mig:“ væri ég hamingjusamari með einhverjum öðrum?”….ég hef svarið og það er neikvætt.
Okkar ósk er að eignast lítið kríli eftir ca 3 ár ef planið okkar gengur eftir. En þangað til ætlum við að reyna að njóta lífsins tvö saman ein eins og við höfum gert.
Mig bara langaði svo að tjá mig aðeins um þetta þar sem ég hef hugsað mikið um þetta undanfarið. Reyndar var planið hjá mér á leikskóla aldri að eignast 10 börn svo þegar ég og kallinn byrjuðum saman var talan hjá honum 7 börn en ég held að ég byrji nú allavega bara á einu, vona ég:). Ég tel mig bara svo heppna að eiga kærasta sem ég get hugsað mér að eignast mín börn með og er fegin að hann er sama sinnis.