Langaði bara að deila því með ykkur hvað ég er yfir mig ástfangin og hamingjusöm.. :)
Við erum í fjarsambandi, og allt í einu í kvöld birtist hann bara í vinnuna til mín, að koma mér á óvart. :) ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar stelpan sem ég vinn með sagði “Kærastinn þinn er komin” Ég gjörsamlega frosnaði, fékk óþægilega tilfinningu í magan..enn samt góða, og brosti allan hringinn. Það þarf ekki mikið til þess að gera mann ánægðan. :) Þessi tilfinning “hnútur í maga” þegar ég sé hann skíst af og til upp, og það eru komin 2 og hálft ár síðan við byrjuðum saman. :)
Enn hvað er samt málið með það, ég fór að segja mömmu um daginn að ég elskaði kærastann minn rosalega mikið. Og hún neitaði eiginlega að trúa því, sagði að ég væri alltof ung og vissi ekki hvað væri að elska og að ég kynni það ekki. Hvaða tilfinning er þetta þá sem ég hef til hans núna? :S Á hún eftilvill eftir að verða meiri ef ég “læri” að elska.. ooboyy..kill me, ég á þá eftir að deyja, því ég höndla þessa tilfinningu stundum ekki “að elska, og vera elskuð á móti”:)
Langaði bara aðeins að tjá mig..hehe :)