okey, ekkert skítakast né neitt, en aldur segir ekkert endilega til um þroska.
Ég ætlaði að byrja að búa þegar ég var 16 ára með stráknum sem ég var með þá.
Ástæðan var reyndar sú að ég vildi fara í skóla á selfossi og vildi ekki vera á heimavistinni og hann var að kaupa sér íbúð og auðvitað vildi hann frekar hafa mig þar, í íbúð beint á móti skólanum frekar en á heimavist með einhverju fólki sem ég þekkti ekkert.
Í dag þá veit ég vel að ég var kannski ekki fullkomlega tilbúin í það, en þó alveg nógu tilbúin. Sá undirbúningur sem ég hafði fengið fyrir lífið nægði mér. og við vorum búin að vera saman í rúmt eitt og hálft ár.
Núna er ég að fara að byrja að búa með núverandi.
Ég er mun þroskaðri en ég var þegar ég var ný orðin 16 ára, og ég var nokkuð þroskuð þá.
Það er lífsreynslan sem segir til um þroska.
Fyrir 16 ára aldur hafði ég lent í fleiru en margir gera á allri sinni lífsleið, og núna ennþá fleiru.
Aldur er afstæður!
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"