Ég var að lesa korkinn þarna “Ég hef…” þar sem MercedesBenz var að tala um að hafa ekki orðið ástfangin/nn.

Ég hef heldur ekki orðið ástfanginn, en mér hefur næstum boðist tækifæri á því. Ég var alveg að falla þegar það kom sumarfrí í skólanum og ég og hún byrjuðum að vinna. Og vinna þýddi minni tími saman. Þetta var orðið það slæmt að við vorum farinn að hittast ekki nema bara 1 sinni í viku. En ég vildi ekki gefast upp, ég hélt í vonina um að þetta myndi reddast og helst bara lagast. Ég hringdi í hana á hverju kvöldi sem við sáum okkur ekki fært á því að hittast. En svo, ég veit ekki með vissu afhverju, en þetta er besta ástæðan sem ég gat fundið (tímaleisið) , svo sagði hún mér upp. Hún braut ekki hjarta mitt því að ég var ekki búinn að fá tækifæri á að gefa henni það, þó ég hefði alveg viljað gera það. En þetta var eithvað sem ég vildi, en gat ekki breitt. Við vorun nú kannski ekki mjög lengi saman, en bara ef að ég hefði fengið meiri tíma þá hefði ég kannski getað látið þetta ganga, en það er víst of seint að spá í það núna.

Afhverju þarf þetta alltaf að vera svona mikið vesen að halda sambandi uppi. Það er alltaf vesen að næla sér í stelpu (eða strák ef það er tilfellið) og svo þarf maður að rækta sambandið, þó að það sé æðislegt að vera í sambandi þá er samt erfitt að halda því gangandi, og svo endar þetta yfirleitt á því að annar aðilinn er skilin eftir hryggbrotinn. Þetta er bara of gott til að enda vel.