Ég lennti í svolitlu skemmtilegu í vinnunni minni í dag, eða.. Vandræðalegu líka. Örugglega ekki gaman fyrir strákin though, því ég hélt að þetta væri grín, því ég hélt að þetta væri mönun.

En strákur sem vinnur með mér labbar allavega að mér og heldur svo yfir mér ræðu með það málefni að hann sé hrifinn af mér. Og ég er rosalega stolt af stráknum að hafa þorað því, þar sem ég hef aldrei litið á hann annað en vin og ekki gefið neitt annað í skyn, ég veit að þegar ég hef gert það þá hefur það verið erfitt.

En vitiði hvað?
Þetta er 1. skiptið sem einhver hefur sagt við mig að hann væri hrifinn af mér face to face (eeef ég hef ekki sagt á undan, þ.e.a.s.)

Og greyið ég hélt að þetta væri eitthvað grín, en svo sagði hann seinna að hann hafði verið að meina þetta. Þá auðvitað.. dauðskammaðist ég mín fyrir að hafa haldið að þetta væri eitthvað grín, en ég vissi auðvitað lítið hvað ég átti að gera, þar sem ég ber ekki sömu tilfinningar til drengsins.

En er alveg dottið út að segja tilfinningar sínar augnliti til augnlitis?

Ef svo er, þá held ég að tölvur og símar séu böl og kjaftæði, því þetta er voða góð tilfinning :)