Jæja mál með vexti að núna er bollasúpa hrifin.
Hrifin upp fyrir haus. Eða hún heldur það, kannski bara moment of madness.
Er ekki búin að hugsa um neiiitt annað en hann í allan dag.
Eða jú okey ég borðaði pizzu og einbeitti mér að HM og horfði á einhverja vírd svona mynd á Rúv um einhvern svakalegan hözzler 8|.. hehe.
Here's my problem..
Ég er núna búnað vinna á sama staðnum síðan í svona í kringum áramótin. Og fyrst þekkti ég engann, því að allir hinir þarna á mínum aldri voru eiginlega saman í skóla og þekktu hvort annað og ég bara eikkað: “Hæ já ég þekki engann og ég er feimin.”
En svo auðvitað með tímanum kynntist ég þeim öllum geðveikt vel, og ég er alls ekki feimin þegar ég er byrjuð að kynnast fólki, og þau eru núna eiginlega bara öll mjög góðir vinir mínir.
En okey svo er þarna einn strákur.
Sem ja ég var fyrst ekkert hrifin af, þar sem ég var á föstu.
Ég tók alveg eftir honum, en ekkert annað.
Hann var bara einn af skemmtilegu strákunum sem ég er að vinna með.
Síðan well hætti ég að vera á föstu og þegar ég var byrjuð að jafna mig meira og meira á sambandslitunum þá svona fór ég aðeins að pæla í honum, sem og öðrum strákum.
En já hann er alltaf geðveikt góður við mig, og hjálpsamur og þannig, og jújú stríðir mér alveg líka og við hlæjum alveg saman og svona.
Síðan okey er ég að vinna alltaf svona öðru hverju með honum og mér finnst hann alltaf sætari og sætari og skemmtilegri og skemmtilegri.
Síðan fer ég í riverrafting með vinnunni og ja eftir það þá sat ég frammi fyrir framan alla klefana og er eitthvað að dundast við að mála mig.
Og ég sit eikkað í rólegheitunum bara þarna á gólfinu kemur hann ekki bara fram á naríunum til að ná í handklæði hjá bróður sínum og ja well bróðir hans stendur alveg frkear mikið nálægt mér þannig að ég sit bara þarna eitthvað með svona feis :| að glápa á gaurinn sem ég er hrifin af, á naríunum!
Ég sver, ef ég væri ekki svona hálf íslensk, þá hefði ég roðnað eins og tómatur. En þar sem ég hef þá náðargáfu að roðna aldrei vegna minna útlensku gena þá sat eg bara eins og steinn þarna og horfði vandræðalega á hann.
Jæja okey síðan erum við að vinna saman í dag, og ja ég held að hann sé alls ekkert hrifinn af mér, þar sem ja ég er alls ENGINN hözzler, ég er með lélegasta sjálfstraust ever þegar það kemur að halda að einhver sé hrifinn af mér og ég hef ekki gert neitt nema bara að tala við hann og reyna að brosa og vera alveg voðalega sæt (sem er ekki alltaf að takast þegar maður er að mygla niður í vinnunni)
En málið er að ég held að þetta sé komið inná The Friend Zoneið, hann er orðinn alltof mikill vinur minn til að ég þori að gera eitthvað.
ég vil ekki vera að skemma þetta vírd vináttusamband okkar með því að fá neitun og fara öll í kúk og piss, því í fyrsta lagi, þá væri það pain að þurfa að vinna með honum ef hann vill það ekki og ja mamma hans er yfirmaðurinn okkar og það væri ekki neitt svo vinsælt að byrja kannski með syni yfirmanns síns og svo kannski gengur þetta ekki og þá já :S not good :S
Ég meina hvað á ég að gera, :S
Gera eitthvað sem er tótallý not like me og reyna að fá hann til að gera eitthvað með mér eða á ég bara að bíða betri tíma þangað til að við séum kannski hætt að vinna á sama stað, sjá til hvort ég hitti hann ekki einhverntímann í framtíðinni? (sem er eiginlega alveg pottþétt, því að þetta er nú after all.. Ísland)
Eða bara bíða og sjá til hvort þetta litla moment of madness líði hjá?
~bollasúpa who really likes to put her mess out on the net, ** ;D og er annars bara í ágætlega góðu skapi :)