hallo hallo. ég á við vandamál að stríða… Ég er 18 ára og er frekar feiminn að eðlisfari og á soldið erfitt með að kynnast fólki en við fólk sem eg þekki er eg alls ekki feiminn og er talinn frekar skemmtilegur… held ég amk :) Svo er mál með vexti að þegar ég var yngri .. 13 - 15,16 var ég frekar ófrýnilegur og gerði mér grein fyrir því og fékk að vita the hard way frá stelpum og bara einhverjum að ég væri einfaldlega ljótur. þetta rústaði sjálfsáliti mínu. í dag hef ég þroskast og er kannski late bloomer en er allavega frekar myndarlegur i dag og fæ athygli frá kvenfólki en þrátt fyrir það get eg ekki nálgast stelpur og þetta situr enn í mér. ég hef gert heimskuleg mistök i kvennamálum og aldrei reynt alminnilega við stelpur þó að þær hafi sýnt mér áhuga. ég er bara svo hræddur um að fá gamla góða NEI-ið í fésið. hvernig kemst ég yfir þetta? og annnað.. ég er frekar hrifinn af stelpu sem mig langar að kynnast og er frekar positive að hún sé hrifinn af mér.. það hefur oft verið þannig með stelpur en ég hef ekki gert neitt þó mig hafi langað. hún vinnur með mér og við þekkjumst svosem ekkert en vitum alveg af hvoru öðru.. ef ég myndi t.d. adda henni á msn og spyrja hana ertu hrifin af mér eða eitthvað álika og fá nei. þá myndi það verða óbærilega vandræðalegt á vinnustaðnum okkar. hvernig get ég nálgast hana? ég einfaldlega kann ekki að reyna við stelpur. með von um góð svör :D
1 8 4 8383