halló halló yndislega huga fólk :)
langt síðan það hefur eitthvað komið frá mér hérna.

en mig langaði bara að deila með ykkur að ömurlega tilfinningin sem er búnað vera að naga mig síðan ég og minn fyrrv. hættum saman er svona næstum því farin.

en já sá merkilegi atburður átti sér stað fyrir um 50 mín að ég signaði mig inná msn að ég sé að minn fyrrverandi er online, í fyrsta sinn síðan við hættum saman.

hann var aldrei neitt mikið á msninu þegar við vorum saman, en ég var samt farin að trúa að hann hataði mig for some reason og væri búnað blokka mig.

en í eitthvað 10 mínútur töluðum við saman um ja well.. einkunnir, og hvort mér eða honum hafi gengið betur á prófunum og þannig (einkahúmor)

og bara það
þetta litla nördatal
lét mér líða svo vel að mig langar að dansa.
ekki það að ég væri að dansa úr ást - eins og sumt fólk er eflaust að gera núna, heldur meira svona að .. æji erfitt að útskýra.. hann vill allavega tala við mig.. hehe..
bara það að sjá nikkið hans þarna “Online” var góð tilfinning og að tala við hann, made me feel real good :)
kannski hægt að kalla þetta closure? veit ekki :)

anyway..
langaði bara að koma þessu frá mér
~bollasúpa, happy in a weird way..

[sjaldséðir hvítir hrafnar er orðasamband of some sort sem ég nota yfir hluti sem eru sjaldgæfir og ég hugsaði það leið og´eg sá nikkið hans online.. hehe.. I'm weird .. hehe :)]