Ég tel að það sé hægt að verða mjög skotin/n í gegnum netið, en ekki ástfangin/n. Þar sem þú þekkir manneskjuna bara í gegnum texta, en ekki persónulega. Texti getur sagt manni ýmislegt um einhvern, en það er ekki nóg til að verða ástfangin/n. Það eru ákveðnir straumar sem þarf til að verða ástfangin/n, og þá færðu ekki í gegnum tölvuskjáinn.
Hæ, þetta hefði ég líka sagt fyrir nokkrum mánuðum eða svo..maður verði að sjá manneskjuna, sjá hvernig hún er, hegðar sér…
..en það er ekki rétt, ég er búin að vera að tala við strák á netinu, og ég veit ég ég er svo ástfangin af honum…ekki skotin..hef talað við hann í síma, og þá fæ ég svona strauma gegnum mig alla… og líka þegar ég tala við hann á msn..
..er reyndar í rosalegum vandræðum, og ætla að búa til kork hérna, ef ég get útskýrt þetta allt, því ég er í meiriháttar vandræðum útafþessu..